Fleiri fréttir

Hækkar alls ekki hjá öllum

„Vatnið er einungis að hækka hjá um eitt hundrað fyrirtækjum í Hafnarfirði sem eru með mælagjald á aukavatni, eða svokallað aukavatnsgjald,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um að kalt vatn frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar væri að hækka um 50 prósent. Gunnar bendir á að hækkunin eigi ekki við um heimili í Hafnarfirði, sem séu um átta þúsund talsins, og ítrekar að vatnið hækki aðeins hjá eitt hundrað fyrirtækjum en ekki hjá öllum eitt þúsund fyrirtækjunum sem séu í Hafnarfirði.

Haldið sofandi og í lífshættu

Líðan mannsins sem lenti í flugslysi í síðustu viku er óbreytt. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél og hann er enn talinn í lífshættu. „Við tökum hænufet áfram, en líðan er óbreytt," segir Stefán Hjálmarsson, læknir hjá Landspítalanum. Flugslysið átti sér stað þegar flogið var á símalínu við Selá rétt við Vopnafjörð á fimmtudaginn í síðustu viku. Tveir menn voru í lítilli Cessnu-vél og lést annar þeirra. Sá sem lifði, og er haldið sofandi í öndunarvél, er á miðjum fimmtugsaldri.

Guttormur varð eldi að bráð

Kveikt var í útilistaverkinu Guttormi í Húsdýragarðinum í Laugardal í fyrrinótt. Listaverkið, sem var smíðað af íbúum í Laugarneshverfi og vígt í júní síðastliðnum, er nú rústir einar. Litlu munaði að eldur bærist í bíl Atlantsolíu sem lagt var nálægt Guttormi.

Ekki eytt vegna peningaskorts

Sumarbústaðaeigendur sem eiga lóðir rétt við golfvöllinn í Borgarbyggð eru margir hverjir ósáttir við refagreni í nágrenninu. Refirnir, sem eru um sjö talsins, éti rusl þeirra og mat og fuglalíf sé af skornum skammti vegna þeirra. Kvartað var til bæjar­yfirvalda í Borgarbyggð, sem ekkert gerðu í málinu vegna peningaskorts.

Allir vegir færir fyrir utan einn

Allir hálendisvegir eru færir núna nema einn, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sá lokaði er Jökulháls á Snæfellsnesi sem liggur við Snæfellsjökul.

20. aldar heimspeki ekki kennd

Stúdentar í heimspeki við Háskóla Íslands fengu tilkynningu um það í vikunni að valnámskeiðið heimspeki 20. aldar verði ekki kennt í haust. Í tilkynningunni er nemendum sagt að það sé vegna sparnaðaraðgerða ríkisvaldsins og niðurskurðar á fjárveitingum til háskólans.

Reyndi að stinga tvo en skar svo sjálfan sig

Æði rann á mann í heimahúsi við Hverfisgötu á níunda tímanum í kvöld. Íbúi á Hverfisgötu hafði samband við fréttastofu og sagðist hafa séð mann af erlendu bergi brotinn sveifla hnífi í átt að tveimur mönnum og reyna að stinga þá en án árangurs. Mun hann þá hafa hlaupið inn í húsið og skorið sjálfan sig með hnífnum.

Búið að gefa út ákæru í Papeyjarsmygli

Ákæra var gefin út í dag á hendur sex mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða síðan í apríl. Hollendingurinn Peter Rabe, sem sigldi skútunni til Íslands, er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn og fjármagna. Þáttur hinna fimm mun vera minni.

Ekki útilokað að búið verða sækja um ESB-aðild í næstu viku

Ekki er útilokað að Íslendingar verði búnir að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir lok næstu viku að mati utanríkisráðherra. Þingsályktunartillaga um aðildarumsókn fer í síðari umræðu á Alþingi á morgun en sjálfstæðismenn ætla að óbreyttu að greiða atkvæði gegn tillögunni.

Með ólíkindum að dæla peningum í kennitöluflakk

Það að ríkið skuli dæla sextán milljörðum króna inn í kennitöluflakk til að Sjóvá geti áfram haldið starfsemi á samkeppnismarkaði er með ólíkindum segir hagfræðingur. Vátryggingafélag Íslands bauðst til að aðstoða Fjármálaeftirlitið við lausn á málefnum Sjóvár.

Verð á mjólk hækkar um níu prósent

Heildsöluverð á nýmjólk hækkar um níu prósent um næstu mánaðamót, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara, sem landbúnaðaráðuneytið tilkynnti um síðdegis.

Hægt að svipta menn fálkaorðu

Hið minnsta tveir menn, sem voru áberandi í íslensku viðskiptalífi á þeim tímum sem uppgangur íslenskra fyrirtækja var sem mestur hafa hlotið hina íslensku fálkaorðu.

Þór Sigfússon er farinn í frí

Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar.

Keyrt á barn við Höfðabakka

Ekið var á barn á Höfðabakka við götuna Streng rétt fyrir fjögur í dag. Barnið var flutt á slysadeild með áverka á baki.

Pramminn fer klukkan sjö

Flutningapramminn sem Héðinn hefur tekið á leigu til að flytja búnað fiskimjölsverksmiðju HB Granda til Vopnafjarðar leggur úr Reykjavíkurhöfn um klukkan sjö í dag. Norskur dráttarbátur dregur prammann til

Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku

Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. Alls þreyttu 206 manns prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní.

Brekkusöngur í Hólahverfinu

Krökkum sem eru í Vinnuskóla Reykjavíkur og hafa verið að vinna í Elliðarárdalnum að undanförnu var boðið í garðinn til Árna Johnsen í Rítuhólum. Þar tók Árni nokkur valinkunn lög sem hljóma gjarnan í brekkusöng hans á Þjóðhátíð í Eyjum.

Lamaðist á Kárahnjúkum og fær 56 milljónir

Kínverjanum Yushan Shao voru dæmdar 56 milljónir króna í skaðabætur af hálfu Impregilo eftir að hann fékk hundrað kílóa steypuklump ofan á sig í Jarðgöngum við Kárahnjúkavirkjun og lamaðist í kjölfarið.

Finnst ójafnt kynjahlutfall sláandi

„Þetta eru sláandi tölur þegar maður sér þær svona á blaði," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um kynjahlutfall forstjóra ríkisstofnana.

Sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum stjórnað af körlum

Meira en tvöfalt fleiri karlar en konur veita opinberum stofnunum forstöðu undir ellefu ráðuneytum ríkisstjórnarinnar. Þetta hefur komið fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, undanfarna daga.

Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu

Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum.

Ferðamönnum fækkar - nema frá Evrusvæðinu

Erlendum gestum um Leifsstöð í júní fækkaði um fimmtánhundruð manns milli ára. Síðastliðinn júní voru þeir um 54 þúsund talsins, um þremur prósentum færri en á sama tíma í fyrra.

Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins

Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Svandís telur sér skylt að greiða atkvæði um Icesave

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra að því í dag hvort hún teldi sig hæfa til þess að taka afstöðu gagnvart Icesave samningnum vegna tengsla sinna við Svavar Gestsson, formann samninganefndarinnar, en Svavar er faðir hennar.

Krafðist afsökunarbeiðni af utanríkisráðherra

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist þess í dag að Össur Skarphéðinsson bæðist afsökunar á því að þingmönnum hafi ekki verið birt álit bresku lögfræðistofunnar Michon de Reyja þar sem meðal annars kemur fram að ábyrgð Íslendinga í Icesave málinu er ekki ótvíræð.

Segir ESB tillöguna vera sprengju í þinginu

Stjórnarandstaðan deildi hart á fundarstjórn Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Ráðgert hafði verið að þingfundur hæfist klukkan hálfellefu í morgun en fundinum var frestað fram á hádegi.

Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla

Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur.

Prammi með mjölgeymana siglir af stað síðdegis

Stefnt er því að prammi, sem flytur tíu risastóra mjölgeyma, verði dreginn út úr Reykjavíkurhöfn upp úr klukkan fjögur. Siglingin verður án efa tilkomumikil sjón enda farmurinn á óvenju háreistur eða á við átta hæða hús.

Stal bíl úr reynsluakstri

Reynsluakstri stúlku sem fékk bíl að láni frá bílasölunni Bernhard í Reykjanesi í gærmorgun er enn ekki lokið - enda stal hún bílnum og stakk af.

Á von á þjóðaratkvæðagreiðslu innan þriggja mánaða

„Ég á alveg eins von á því að málið verði lagt í hendur þjóðarinnar innan þriggja mánaða,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi er hann var inntur eftir því hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB fari fram, ákveði þingið að samþykkja þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar.

Segja Bankasýsluna eitt stórt leikrit

„Við í minnihlutanum teljum að þetta sé eitt stórt leikrit," segir Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknar í viðskiptanefnd Alþingis, um Bankasýslu ríkisins.

30 daga skilorð fyrir að stela vodkafleyg og bjórdós

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið Borsia vodkafleyg og hálfum lítra af bjór úr Vínbúðinni á Akureyri. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Þá var kona dæmd fyrir að stela gaskút af bensínstöð í nóvember í fyrra og að keyra undir áhrifum amfetamíns í mars. Konan var dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt.

Bankasýslan mun fara með eignaumsýsluna

Bankasýsla ríkisins mun fara með hlutafélag um eignaumsýslu ríkisins, auk þess að fara með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta er lagt til í nefndaráliti meirihluta viðskiptanefndar og umsögn efnahags- og skattanefndar.

Eldur í bátaskýli við Elliðavatn

Eldur kviknaði í gömlu bátaskýli við Elliðavatn um klukkan sex í morgun og logaði glatt, þegar slökkvilið kom á vettvang. Mininn reyk lagði frá skýlinu og sást hann víða að.Slökkvistarfi er lokið en skýlið mun vera ónýtt. Ekki er vitað um eldsupptök.

Lenti í sjálfheldu við Ingólfsfjall

Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi komu í gær ungri konu til hjálpar, þar sem hún hafði lent í sjálfheldu í klettabelti í hlíðum Ingólfsfjalls, fyrir norðan Selfoss. Þegar svo var komið fyrir henni hringdi hún eftir hjálp og tók það björgunarmenn um það bil tvær klukkustundir að komast að henni. Ekkert amaði að konunni, sem er vön fjallgöngum.-

Kostnaðarsamt ef lögregla nær ekki að sinna verkefnum

Það getur orðið ærið kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð ef lögregla nær ekki að sinna lögbundnum verkefnum sínum, og þá helst forvarnarverkefnum, segir meðal annars í ályktun lögreglufélags Suðurnesja. Nú á tímum sé aukin þörf fyrir lögreglu, sér i lagi í ljósi þess uppgjörs sem íslenska þjóðin krefst að fram fari í kjölfar bankahrunsins. Bent er á að gangi niðurskurðartillögur ríkisvaldsins eftir þýddi það 12 til, 13 manna fækkun í lögregluliði Suðrunesjamanna.-

Frá Reykjavík til Akureyrar á tólf tímum

Fyrstu hjólreiðakapparnir, í hjólreiðakeppninni á milli Reykjavíkur og Akureyrar, sem hófst í Reykjavík klukkan sjö í gærmorgun, komu í mark á Akureyri rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi.

Ágreiningur milli stjórnarliða

Ágreiningur á milli stjórnarliða í utanríkismálanefnd Alþingis varð til þess að ekki náðist samstaða um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi nefndarinnar, sem stóð fram á kvöld í gær.

Á leið til lands eftir makrílveiðar

Floti tuttugu íslenskra fjölveiðiskipa, sem hafa verið að makrílveiðum að undanförnu, miðja vegu á milli Íslands og Færeyja, er nú á leið til landsins með afla, eftir að sjávarútvegsráðuneytið stöðvaði frekari makrílveiðar í gær.

Hafa beðið síðan þrjú í nótt eftir miða á Þjóðhátíð

Örtröð er nú við afgreiðslu Flytjanda við Klettagarða í Sundahöfn í Reykjavík þar sem hátt í þrjú hundruð unglingar hafa verið að safnast saman í nótt til að tryggja sér síðustu miðana í Herjólf til Vestmannaeyja um þjóðhátíðina.

Brotist inn hjá N-1

Brotist var inn í söluskála N-1 við Stóragerði í Reykjavík um klukkan hálf fimm í morgun. Vitni sáu til tveggja manna á vettvangi og létu lögreglu vita, en þeir voru horfnir þegar lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Ekki liggur enn fyrir hversu miklu þeir stálu, en lögregla leitar þeirra.-

Sjá næstu 50 fréttir