Innlent

Allir vegir færir fyrir utan einn

Hálendisvegurinn Jökulháls, við Snæfellsjökul, er sá eini sem enn er lokaður. fréttablaðið/pjetur
Hálendisvegurinn Jökulháls, við Snæfellsjökul, er sá eini sem enn er lokaður. fréttablaðið/pjetur

Allir hálendisvegir eru færir núna nema einn, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sá lokaði er Jökulháls á Snæfellsnesi sem liggur við Snæfellsjökul.

Hálendisvegum er venjulega lokað á veturna þegar frost kem­ur í jörðu en þeir opnaðir smám saman yfir sumartíminn. Hætta er á skemmdum á vegi og náttúru ef vegir eru eknir meðan frost er í jörðu, samkvæmt Vegagerðinni.

Nú yfir hásumarið eru oftast allir vegir færir. Hins vegar fer eftir því á hvernig bíl fólk ekur hvaða leið það kemst. Mikið þarf til svo opnir vegir lokist aftur yfir sumartímann, samkvæmt Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×