Innlent

Pramminn fer klukkan sjö

Um er að ræða gríðarlega fyrirferðamikla hluti. sem fluttir verða.
Um er að ræða gríðarlega fyrirferðamikla hluti. sem fluttir verða.

Flutningapramminn sem Héðinn hefur tekið á leigu til að flytja búnað fiskimjölsverksmiðju HB Granda til Vopnafjarðar leggur úr Reykjavíkurhöfn um klukkan sjö í dag. Norskur dráttarbátur dregur prammann til Vopnafjarðar og verður farið suður fyrir land. Áætlað er að ferðin taki tvo sólarhringa, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna málsins.

Á prammanum eru 600 tonn af búnaði fiskimjölsverksmiðju HB Granda, sem var aflögð fyrir nokkrum árum. Fyrirferðarmestu hlutirnir eru tíu 22 metra háir mjöltankar, jafnháir átta hæða húsi.

Héðinn annast þetta verkefni fyrir HB Granda í heild sinni, þ.e. allt frá því að taka niður fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík til þess að stækka og endurnýja hana á Vopnafirði.

Flutningapramminn er sérhæfður fyrir flutninga af þessu tagi. Auk mjöltankanna er allur stærsti og fyrirferðarmesti búnaður verksmiðjunnar fluttur með honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×