Innlent

Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Útlendingar sem vilja fá svona verða nú að standast ríkisborgarapróf í Íslensku.
Útlendingar sem vilja fá svona verða nú að standast ríkisborgarapróf í Íslensku.

Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. 206 manns þreyttu prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní.

Aldrei áður hefur slíkt próf verið lagt til grundvallar ríkisborgararétti, en 1. janúar síðastliðinn tók gildi ákvæði í lögum um íslenskan ríkisborgararétt að umsækjandi skuli hafa staðist próf í íslensku. Fyrirhugað er að halda næsta próf í lok þessa árs.

Fjórir þættir málsins voru prófaðir; lesskilningur, hlustun, ritun og tal. Allir þættir höfðu sama vægi.

Í sýnisprófi sem finna má á vef Námsmatsstofnunar eru þreytendur prófsins meðal annars látnir svara spurningum um samtal konu sem reynir að fresta tíma hjá lækni og skrifa póstkort til vinar síns á íslensku.

Námsmatsstofnun sér um framkvæmd prófanna í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Efnisþættir og þyngd prófanna miðast við lokamarkmið í námskrá um grunnnám í íslensku fyrir útlendinga frá 2008, að undanskildu markmiði um þekkingu á helstu siðum og venjum í íslensku samfélagi.

Sýnisprófið má sjá hér.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×