Innlent

Hækkar alls ekki hjá öllum

Gunnar Svavarsson
Gunnar Svavarsson
„Vatnið er einungis að hækka hjá um eitt hundrað fyrirtækjum í Hafnarfirði sem eru með mælagjald á aukavatni, eða svokallað aukavatnsgjald," segir Gunnar Svavarsson, formaður framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um að kalt vatn frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar væri að hækka um 50 prósent. Gunnar bendir á að hækkunin eigi ekki við um heimili í Hafnarfirði, sem séu um átta þúsund talsins, og ítrekar að vatnið hækki aðeins hjá eitt hundrað fyrirtækjum en ekki hjá öllum eitt þúsund fyrirtækjunum sem séu í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×