Innlent

20. aldar heimspeki ekki kennd

Háskóli íslands Háskólanum hefur verið gert að spara líkt og öðrum ríkisstofnunum. Heimspekinemar fá ekki kost á að læra 20. aldar heimspeki á þessari haustönn vegna sparnaðar. 
fréttablaðið/
Háskóli íslands Háskólanum hefur verið gert að spara líkt og öðrum ríkisstofnunum. Heimspekinemar fá ekki kost á að læra 20. aldar heimspeki á þessari haustönn vegna sparnaðar. fréttablaðið/

Stúdentar í heimspeki við Háskóla Íslands fengu tilkynningu um það í vikunni að valnámskeiðið heimspeki 20. aldar verði ekki kennt í haust. Í tilkynningunni er nemendum sagt að það sé vegna sparnaðaraðgerða ríkisvaldsins og niðurskurðar á fjárveitingum til háskólans.

Óskar Einarsson, rekstrarstjóri hugvísindasviðs skólans, segir aðgerðirnar vera nauðvörn. Framlög til háskólans hafi lækkað eins og kunnugt sé og gripið sé til þessa ráðs til hagræðingar. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um að fella niður fleiri námskeið á sviðinu sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×