Innlent

Verð á mjólk hækkar um níu prósent

Heildsöluverð á nýmjólk hækkar um níu prósent um næstu mánaðamót, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara, sem landbúnaðaráðuneytið tilkynnti um síðdegis.

Við þessa breytingu má gera ráð fyrir að einn lítri af nýmjólk hækki í verslunum um tíu krónur, en smásöluálagning á mjólkurvörum er frjáls. Léttmjólk hækkar minna eða um 4,6% en að meðaltali hækka mjólkurvörur um þrjú og hálft prósent. Ástæður þessara verðhækkana eru sagðar hækkanir á rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði en verð til bænda hækkar ekki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×