Innlent

Búið að gefa út ákæru í Papeyjarsmygli

Hollendingurinn er hér leiddur af sérsveitarmönnum í land á Eskifirði.
Hollendingurinn er hér leiddur af sérsveitarmönnum í land á Eskifirði. Mynd/ Pjetur Sigurðsson

Ákæra var gefin út í dag á hendur sex mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi síðan í apríl vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða. Hollendingur sem sigldi skútunni til Íslands er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn og fjármagna. Þáttur hinna fimm mun vera minni samkvæmt ákærunni.

Þrír mannana voru handteknir að kvöldi 18. apríl. Tveir þeirra voru handteknir á Djúpavogi en sá þriðji á Höfn í Hornafirði. Sá síðastnefndi ók bíl sem var drekkhlaðinn af fíkniefnum eða alls 109 kílóum. Ekkert fannst á hinum mönnunum tveimur.

Strax var talið að mennirnir hefðu siglt á gúmmíbát til Papeyjar þar sem þeir tóku við fíkniefnunum úr skútu sem hafði siglt frá Hollandi. Í skútunni voru þrír menn: Tveir Íslendingar og einn Hollendingur.

Varðskip Landhelgisgæslunnar sigldi í veg fyrir skútuna þar sem hún var á leið út úr íslenskri landhelgi og voru mennirnir handteknir um borð í skútunni.

Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir en í dag var þeim birt ákæra.


Tengdar fréttir

Skútumálið - fréttaskýring

Alls hafa sex einstaklingar verið handteknir í umfangsmesta og stærsta fíkniefnsmygli Íslandssögunnar. Lögreglan er þegar búinn að leggja hald á 109 kíló af hvítu dufti, amfetamíni eða Kókaíni, maríjúna, hassi og svo MDMA eða E-töflur eins og efnið er iðullega nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×