Fleiri fréttir

Sigurður Pálsson leikskáld ársins

Sigurði Pálssyni voru veitt íslensku leiklistarverðlaunin sem leikskáld ársins á verðlaunaafhendingu Grímunnar. Sigurður hlaut verðlaunin fyrir verk sitt Utan Gátta.

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri hlaut styrk

Úthlutað var úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara við athöfn í listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag á afmælisdegi Kristjáns. Þetta er í annað skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.

Hvað ef Sigurjón svíkur Sigurjón?

Óhefðbundin lántaka Sigurjóns Árnasonar í einkalífeyrissjóði hans sjálfs veltir upp ýmsum spurningum, til dæmis hvað gerist standi hann ekki skil á láninu.

Mikilvægt að skera úr um staðgöngumæðrun

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að ákvörðun liggi fljótlega fyrir um heimild kvenna til að fá konur til að ganga með börn fyrir sig, þar sem lífræðileg klukka tifi á fólk sem vill nýta sér þetta ráð til barneigna.

26 mál á borði sérstaks saksóknara

Tuttugu og sex mál eru komin inn á borð til sérstaks saksóknara. Flest eru málin umfangsmikil þar sem um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni.

Gunnar Birgisson: Fórnarlamb skipulagðra ofsókna

Undanfarnir dagar nálgast brjálæði í ofsóknum segir Gunnar Birgisson sem telur að Samfylkingin hafi skipulagt samsæri gegn sér. Hann ætlar að láta af embætti sem bæjarstjóri í Kópavogi en segir ósanngjarnt að hann sé dæmdur fyrir viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur sinnar.

Skattahækkanir afla tíu milljarða á árinu

Skattar og gjöld verða hækkuð um tíu milljarða og skorið verður niður og sparað fyrir sömu upphæð á þessu ári samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi á fimmtudag. Átta prósenta skattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund á mánuði.

Hafa þungar áhyggjur af lækkandi lánshæfismati

InDefence hópurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir áhyggjum vegna niðurstöðu greiningar Íslandsbanka um hugsanlega lækkun á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands vegna Icesave skuldbindingar. Magnús Árni Skúlason, einn forvsvarsmanna InDefence, undirstrikar þetta í samtali við Vísi.

Skapandi ungmenni fá Erróverðlaun

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að stofna til svokallaðra Erróverðlauna meðal reykvískra ungmenna. Verðlaunin verða veitt ungmennum fyrir frumleika og leikni í listsköpun. Þau verða afhent annað hvert ár í tengslum við fyrirhugaða barnalistahátíð. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar rétt í þessu.

Sigurður Kári aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar

„Mér finnst þetta heiður og mikið traust sem hann sýnir mér að velja mig til þess að starfa svona náið með sér,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Hann hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins.

Sigurrós inn í myndinni sem bæjarstjóri

Nafn Sigurrósar Þorgrímsdóttur, forseta bæjarstjórnar Kópavogs, er nú nefnt meðal sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem líklegur arftaki Gunnars I. Birgissonar í stöðu bæjarstjóra. Undanfarna daga hafa Gunnsteinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson oftast verið nefndir í því samhengi en nú hefur nafn Sigurrósar bæst við.

Lögregla lýsir eftir tveimur unglingsstúlkum

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Natalíu Rós Jósepsdóttur, og Töru Rut Sighvatsdóttur en þær struku frá unglingameðferðarstöðinni Stuðlum í gærdag. Þær eru báðar fæddar árið 1994 og eru búsettar í Sandgerði og i Reykjanesbæ. Talið er líklegt að þær séu á höfuðborgarsvæðinu eða á Suðurnesjum.

Í gæsluvarðhaldi vegna hrottalegrar nauðgunar

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. júlí vegna meintrar nauðgunar í Reykjavík. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Sóley: Aldrei hafa færri störf verið í boði fyrir ungmenni

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar meirihlutans í Reykjavík hafi frá árinu 2001 aldrei verið færri störf í boði fyrir ungmenni á aldrinum 17 til 25 ára hjá Reykjavíkurborg.

Framsóknarmenn létu illa af stjórn forseta

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir bað þingmenn Framsóknarflokksins, þau Eygló Harðardóttur og Sigmund Davíð Gunnlaugsson að virða fundarsköp þingsins á þingfundi í dag. Þótti Ástu sem þau Eygló og Sigmundur væru að nýta tíma sem ætlaður er til umræðu um fundadstjórn forseta til þess að ræða önnur málefni.

Ásgerður tekur við sem bæjarstjóri Seltjarnarness

Ásgerður Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness og forstöðumaður fjárhagsdeildar Íslandsbanka, mun taka við af Jónmundi Guðmarssyni sem bæjarstjóri bæjarfélagsins. Þetta var ákveðið á fundi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi í dag.

Leikskólastjóri í Sjálandi: Rýmingin gekk vel

„Hér er allt með kyrrum kjörum,“ segir Ída Jensdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Sjálandi í Garðabæ. Reykur kom upp í rafmagnstöflu leikskólans í dag og þurfti að kalla til slökkvilið. „Þetta var enginn eldur, bara reykur.“

Ummæli forsvarsmanna Bónuss byggð á misskilningi

Ummæli forsvarsmanna Bónuss um verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands er byggð á misskilningi, að fram kemur í tilkynningu frá Alþýðusambandinu. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í Fréttablaðinu í dag að Alþýðusambandið villi um fyrir neytendum með því að bera saman tvær ólíkar vörutegundir í verðkönnun sinni.

Milljarða skattahækkanir í burðarliðnum

Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum.

Eldur í rafmagnstöflu í leikskóla í Garðabæ

Eldur kom upp í rafmagnstöflu í leikskólanum Sjálandi í Garðabæ í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og voru öll börnin komin út úr skólanum þegar slökkviliðið bar að garði og gekk rýmingin vel.

Eftirsjá að Gunnari

„Það er mikil eftirsjá að Gunnari ef það er satt að hann ætli að víkja," segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs.

Guðríður: Of mörgum spurningum ósvarað

Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að enn sé of mörgum spurningum ósvarað varðandi brotthvarf Gunnars Birgissonar úr stól bæjarstjóra. Krafa minnihlutans hafi verið sú að Gunnar léti af ábyrgðarstörfum fyrir Kópavog.

Ólafur Þór: Ákveðin kaflaskil

„Þetta eru ákveðin kaflaskil fyrir sveitafélagið, hinsvegar á ég erfitt með að sjá hvernig þeir ætla að starfa áfram með Gunnar innanborðs,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri Grænna í Kópavogi um þær fréttir að Gunnar hyggist víkja úr sæti bæjarstjóra. Hann segir þó vandamálum Sjálfsstæðisflokksins í Kópavogi hvergi nærri lokið.

Vissi ekki af ákvörðun Gunnars

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og annar maður á lista flokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hafði ekki heyrt að Gunnar I. Birgisson ætli að víkja sem bæjarstjóri þegar fréttastofa náði tali af honum.

Gunnar hættir sem bæjarstjóri: Kominn tími á kónginn

„Ég lagði það til á fundinum í gær með mínum flokksfélögum að það væri kominn tími á kónginn,“ segir Gunnar Birgisson sem fyrir skemmstu lauk fundi með Ómari Stefánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarmanna í Kópavogi og samstarfsfélaga Gunnars í meirihlutanum í Kópavogi. Niðurstaða þess fundar var sú að Gunnar hættir sem bæjarstjóri.

100 ár frá því skrúfað var frá krananum í Reykjavík

Í dag eru 100 ár frá því vatni var hleypt á vatnsveitu í Reykjavík. Þessa verður minnst með því að eitt verður athöfn á mótum Laugavegar og Vatnsstígs þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mun afhjúpa fyrsta minningarskjöldinn sem borgaryfirvöld hafa ákveðið að setja á sögufræg hús og byggingar í Reykjavík.

Átján ára ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot á rúmu ári

Í gær voru þingfestar í héraðsdómi Norðurlands eystra þrjár ákærur á hendur átján ára pilti fyrir alls tólf þjófnaðarbrot. Fimm brotanna framdi hann í félagi við nítján ára dreng og önnur fimm í félagi við annan dreng sem einnig er nítján ára. Brotin eru framin á tímabilinu janúar 2008 til mars 2009. Drengurinn er einnig ákærður fyrir eignaspjöll.

Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu.

„Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“

Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins.

Meirihluti gegn Icesave-ábyrgð

Sextíu og þrjú prósent landsmanna eru ósammála því að Íslendingar verði að ábyrgjast innistæður vegna Icesave-reikninganna að því er fram kemur í nýrri skoðannakönnun sem MMR vann fyrir DV og greint er frá í dag.

Icesave-mótmæli áfram í dag

Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla vegna Icesave í dag klukkan þrjú síðdegis. 31.362 manns eru nú skráðir inn á Facebook samskiptasíðuna þar sem samningnum er mótmælt en að sögn aðstandenda fjölgar meðlimum um 1000 manns á dag.

Tvö innbrot og veggjakrotarar stöðvaðir

Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eitt í söluturn þar sem þjófar stálu sígarettum og fleiru smálegu og í fyrirtæki í kópavogi en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar.

Tóku 300 grömm af amfetamíni auk þýfis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í fyrradag hald á nær þrjú hundruð grömm af fíkniefnum sem talin eru vera amfetamín. Að auki fannst ýmislegt góss sem talið er að sé þýfi.

Meta hvort gúmmíbolti hafi ógnað lífi stúlku

Karlmaður sem setti gúmmíbolta upp í leggöng stúlku og skildi hann þar eftir án þess að hún vissi fær dómkvadda matsmenn til að meta hvort lífi eða heilsu stúlkunnar hafi verið stofnað í augljósan háska, áður en málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Hún fékk bólgur og alvarlega sýkingu í leggöng.

Jóhanna vonast eftir ESB-aðild innan þriggja ára

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu innan tveggja til þriggja ára. Hún greindi frá því mati sínu á blaðamannafundi í gær sem haldinn var í kjölfar sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna á Egilsstöðum. Jóhanna kynnti norrænum starfsbræðrum sínum gang mála í Evrópusambandsáætlunum ríkisstjórnarinnar. Var þeim vel tekið og buðu forsætisráðherrarnir fram aðstoð við undirbúning aðildarviðræðna.

Skoða að beina frekar fé í LÍN en atvinnubætur

Til athugunar er hvort hagkvæmara væri að beina ríkisfé inn í Lánasjóð íslenskra námsmanna frekar en atvinnuleysistryggingasjóða til að laða fólk í nám. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í gær.

Vilja fella ríkisábyrgð Icesave-skulda úr gildi

„Við verðum að neita að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingarnar án einhvers konar fyrirvara,“ segir Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum InDefence-hópsins um Icesave-samninginn.

Ríkið stofnar ritfangaverslun

„Það er óskaplega vitlaust ef ríkið á að fara að setja upp ritfangaverslun," segir Árni Kristinsson, verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Eignafrysting var nauðsynleg

Það var rétt af Bretum að beita hryðjuverkalögunum gegn Landsbankanum á sínum tíma, til að tryggja fjármálastöðugleika í Bretlandi, segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í svarbréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn

Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanni fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum.

Ekki búin að ræða starfsmannalánin

„Við erum ekki einu sinni búin að ræða það,“ sagði Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Kaupþings, þegar blaðamaður truflaði hana á stjórnarfundi bankans rétt í þessu. Spurningin var hvort niðurstaða væri komin í hvort persónulegar ábyrgðir starfsmanna og stjórnenda gamla bankans á lánum upp á fimmtíu milljarða, yrðu felldar niður.

Sjá næstu 50 fréttir