Innlent

Ásgerður tekur við sem bæjarstjóri Seltjarnarness

Ásgerður Halldórsdóttir verður bæjarstjóri Seltjarnarness. Myndin er tekin af vef bæjarfélagsins.
Ásgerður Halldórsdóttir verður bæjarstjóri Seltjarnarness. Myndin er tekin af vef bæjarfélagsins.

Ásgerður Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness og forstöðumaður fjárhagsdeildar Íslandsbanka, mun taka við af Jónmundi Guðmarssyni sem bæjarstjóri bæjarfélagsins. Þetta var ákveðið á fundi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi í dag.

Ásgerður er viðskiptafræðingur og starfar nú sem forstöðumaður fjárhagsdeildar Íslandsbanka, áður starfaði hún sem forstöðumaður hjá Tryggingamiðstöðinni.

Jónmundur mun á næstunni taka við starfi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×