Innlent

Tóku 300 grömm af amfetamíni auk þýfis

Lögreglan gómaði fíkniefnafauta.
Lögreglan gómaði fíkniefnafauta. Mynd/Anton Brink

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í fyrradag hald á nær þrjú hundruð grömm af fíkniefnum sem talin eru vera amfetamín. Að auki fannst ýmislegt góss sem talið er að sé þýfi.

Það var í Hafnarfirði sem lögreglan handtók þrjá menn sem grunaðir voru um fíkniefnaakstur. Í aðgerðum lögreglu fundust svo fíkniefnin og þýfið, þar á meðal mótorhjól. Tveimur mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þriðji heldur áfram afplánun dóms en hann var á reynslulausn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×