Innlent

Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Gunnar hyggst bjarga meirihlutasamstarfinu í Kópavogi.
Gunnar hyggst bjarga meirihlutasamstarfinu í Kópavogi. GVA

Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanns fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum.

Boðað var til fundarins vegna kröfu Framsóknarmanna um að Gunnar viki úr bæjarstjórastólnum eftir að upplýsingar komu fram um viðskipti Gunnars við fyrirtækið Frjálsa miðlun sem er í eigu dóttur hans.

Samkvæmt Óttari fór fundurinn vel og var mætingin góð, um 130 manns. Að hans sögn var geysilega mikill stuðningur við Gunnar sem hóf fundinn á að gera grein fyrir stöðu mála. Að tölu Gunnars lokinni komu um 20 manns í pontu og lýstu stuðningi við bæjarstjórann.

„Maður finnur að hann er leiðtogi bæjarstjórnarinnar og flokksins hér," segir Óttar.

Hann segist ekki gera ráð fyrir öðru en að Gunnar gangi til viðræðna við Framsóknarmenn strax í fyrramálið og haldinn verði annar fundur í fulltrúaráðinu þegar líður á vikuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×