Innlent

100 ár frá því skrúfað var frá krananum í Reykjavík

Höfuðstöðvar Orkuveitunnar.
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar.

Í dag eru 100 ár frá því vatni var hleypt á vatnsveitu í Reykjavík. Þessa verður minnst með því að eitt verður athöfn á mótum Laugavegar og Vatnsstígs þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mun afhjúpa fyrsta minningarskjöldinn sem borgaryfirvöld hafa ákveðið að setja á sögufræg hús og byggingar í Reykjavík.

Á meðal viðburða á Vatnsstígnum í dag má nefna að slökkviliðið kemur á svæðið með tvo bíla, einn gamlan og annan nýjan, Brasssveitin spilar nokkur lög og götuleikhúsið verður með gjörning. Þá mun borgarstjóri halda ávarp og afhjúpa merkið áður en hún snýr sveif og skrúfar frá brunahana með aðstoð slökkviliðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×