Innlent

Eldur í rafmagnstöflu í leikskóla í Garðabæ

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Eldur kom upp í rafmagnstöflu í leikskólanum Sjálandi í Garðabæ í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og voru öll börnin komin út úr skólanum þegar slökkviliðið bar að garði og gekk rýmingin vel.

Nokkur reykur hafði dreift sér um hluta hússins en brunaboði aðvaraði leikskólakennarana sem höfðu nægan tíma til þess að koma börnunum út undir bert loft. Börnin eru nú komin inn í skólann en slökkviliðið vinnur nú að reykræstingu í þeim hluta hússins sem reykurinn náði að dreifa sér um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×