Innlent

Mikilvægt að skera úr um staðgöngumæðrun

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að ákvörðun liggi fljótlega fyrir um heimild kvenna til að fá konur til að ganga með börn fyrir sig, þar sem lífræðileg klukka tifi á fólk sem vill nýta sér þetta ráð til barneigna.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, skipaði starfshóp í janúar til að skoða álitaefni varðandi staðgöngumæðrun. Hópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðum en Ragnheiður Elín segir mikilvægt að niðurstaða fáist í málin.

 

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir að starfshópur á vegum ráðuneytisins hafi kannað stöðu þessara mála í nágrannaríkjum.

 

Ögmundur sagði mikilvægt að skoða þessi mál en niðurstaða gæti komið frá hópnum á næstu vikum eða mánuðum. Ragnheiður Elín sagðist sammála ráðherra um að ströng skilyðri yrðu að ríkja verði þetta leyft.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×