Innlent

Sigurður Pálsson leikskáld ársins

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Frá Grímunni í fyrra.
Frá Grímunni í fyrra.

Sigurði Pálssyni voru veitt íslensku leiklistarverðlaunin sem leikskáld ársins á verðlaunaafhendingu Grímunnar. Sigurður hlaut verðlaunin fyrir verk sitt Utan Gátta.

Útvarpsverk ársins var valið Yfirvofandi eftir Sigtrygg Magnason, tónlistarmaðurinn Gísli Galdur Þorgeirsson hlaut verðlaun fyrir hljóðmynd sína í leiksýningunni Húmanímal og Grétar Reynisson hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir bæði leikmynd og búninga.

Barnasýning ársins var valin sýningin Bólu-Hjálmar. Guðni Franzson hlaut verðlaun fyrir tónlist ársins, en hann sá um tónlistina í verkinu Steinar í djúpinu.

Verðlaunaafhending Grímunnar er enn í fullum gangi og er sent beint út frá afhendingunni á RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×