Innlent

Meta hvort gúmmíbolti hafi ógnað lífi stúlku

Dómskvaddir matsmenn meta skaðsemi gúmmíboltans umrædda áður en málið fer fyrir Hæstarétt.
Dómskvaddir matsmenn meta skaðsemi gúmmíboltans umrædda áður en málið fer fyrir Hæstarétt.

Karlmaður sem setti gúmmíbolta upp í leggöng stúlku og skildi hann þar eftir án þess að hún vissi fær dómkvadda matsmenn til að meta hvort lífi eða heilsu stúlkunnar hafi verið stofnað í augljósan háska, áður en málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Hún fékk bólgur og alvarlega sýkingu í leggöng.

Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur hafði hafnað beiðni mannsins um dómkvadda matsmenn fyrir meðferð málsins fyrir Hæstarétti, sem hefur nú ógilt þann úrskurð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×