Innlent

Tvö innbrot og veggjakrotarar stöðvaðir

Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eitt í söluturn þar sem þjófar stálu sígarettum og fleiru smálegu og í fyrirtæki í kópavogi en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar.

Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Hafnarfirði í nótt og þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að um var að ræða unga drengi sem voru að bnúa sig undir að spreyja á veggi í bænum. Ekkert varð af þeim fyrirætlunum og sóttu foreldrar drengjanna þá á lögreglustöðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×