Fleiri fréttir Unglingsstúlkur viðstaddar dópleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 20 grömm af marijúana í íbúð í miðborginni um helgina. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var yfirheyrður vegna málsins en viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna sölu fíkniefna. Í íbúðinni var hópur af fólki, þ.á.m. þrjár unglingsstúlkur. Hringt var í foreldra þeirra sem komu og sóttu stúlkurnar. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. 15.6.2009 19:42 Einkalífeyrissjóðir aðeins fyrir risaviðskiptavini Sigurjón Þ. Árnason er í hópi fárra efnamanna sem eiga einkalífeyrissjóð í Landsbankanum. Aðeins þeir sem eiga meira en 50 milljónir geta stofnað slíkan sjóð. 15.6.2009 19:31 Íslensk kona leitar að staðgöngumóður „Það er okkar stærsta ósk að eignast annað barn," segir íslensk kona sem leitar að staðgöngumóður hér á landi til að ganga með barn fyrir sig. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Íslandi, en nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins fjallar nú um lögleiðingu þess. 15.6.2009 19:25 Fá reikning frá skattinum þrátt fyrir niðurfellingu Fastlega má búast við að stjórn Kaupþings staðfesti í kvöld, að persónulegar ábyrgðir starfsmanna og stjórnenda gamla bankans á lánum upp á fimmtíu milljarða, verði felldar niður. 15.6.2009 18:44 Ný þingkona ósátt við Icesave leynd Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir leyndina sem umlykur Icesave málið enn meiri í ríkisstjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar en ríkisstjórnarinnar sem felld var fyrr í vetur. 15.6.2009 16:53 Tólf krónu munur á kaup- og sölugengi evru í Leifsstöð Tæplega tólf krónu munur er á kaup og sölugengi evru í Landsbankaútibúinu í Leifsstöð. Nokkrir ferðamenn hafa haft samband við fréttastofu og gert athugasemdir við þetta. Hvort þetta sé hreinlega leyfilegt. Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna, segir að frjáls verðmyndun sé á þessum markaði líkt og öllu öðru. Hann gerir hinsvegar athugsemd við framsetningu á upplýsingum um gengi gjaldmiðla á vefsíðum bankanna. 15.6.2009 16:53 Bæjarstjórinn í Grindavík: Óróleikinn auðvitað slæmur „Óróleikinn er auðvitað afar slæmur og það er ekki síst íbúanna og byggðarinnar vegna,“ segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, um stöðu mála í bæjarfélaginu en mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík undanfarið ár. 15.6.2009 16:30 Gylfi Magnússon: „Ekki hægt að snúa við ákvörðun um niðurfellingu lána“ Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingu, hvort hægt væri að snúa við þeirri ákvörðun gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda bankans á lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. 15.6.2009 16:16 Ber við trúnaði um kostnað og greiðanda álits Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður LEX sem vann lögfræðiálit um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, segist ekki tjá sig um kostnaðinn við lögfræðiálitið sem hann vann að beiðni Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs. Hann segist ekki heldur vilja segja til um hver komi til með að greiða fyrir álitið, enda sé hann bundinn trúnaði um allt slíkt. 15.6.2009 22:08 Samkomulagið upp á borðið InDefence-hópurinn krefst þess að stjórnvöld gefi íslenskum almenningi von í Icesave-málinu. Hópurinn krefst þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fái aðgang að samkomulaginu, þannig að Alþingismenn hafi forsendur til að meta frumvarp til ríkisábyrgðar á rúmlega 700 milljarða ábyrgð vegna samkomulagsins við bresk og hollensk stjórnvöld. 15.6.2009 15:38 Yfirlýsing frá Sportkafarafélaginu: Jónas og Árni ekki meðlimir Einar Þór Halldórsson, formaður Sportkafarafélagsins, vill koma því á framfæri að enginn grunaðra í hinu svokallaða Papeyjarsmygli sé lengur meðlimur í félaginu. 15.6.2009 15:33 Lögregla fann fíkniefni í húsleit hjá dópsala Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 20 grömm af marijúana í íbúð í miðborginni um helgina. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var yfirheyrður vegna málsins en viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna sölu fíkniefna. Í íbúðinni var hópur af fólki, þ.á.m. þrjár unglingsstúlkur. Hringt var í foreldra þeirra sem komu og sóttu stúlkurnar. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. 15.6.2009 15:00 Eigandi gúmmíbátsins: Ekkert leyndarmál í þessu „Það er ekkert leyndarmál í þessu og hefur aldrei verið. Ég fór strax sama kvöld og þetta gerðist upp á lögreglustöð og sýndi öll mín gögn,“ segir Sigurður Örn Sigurðsson sem átti gúmmíbátinn sem notaður var til þess að sigla út í Papey til þess að sækja eiturlyf þann 20. apríl síðastliðinn. 15.6.2009 14:43 Nýting orkulinda og uppbyggingu stóriðju rædd á þingi Nýtingu orkulinda og uppbyggingu stóriðju verður til umfjöllunar í sérstakri utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Málshefjandi er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og til andsvara verður Svandís Svavardóttir, umhverfisráðherra. 15.6.2009 14:16 Átta leiknar kvikmyndir með vilyrði fyrir framleiðslustyrk Átta leiknar kvikmyndir í fullri lengd fengu vilyrði fyrir framleiðslustyrkjum úr Kvikmyndasjóði (KMÍ) á tímabilinu mars til júní 2009 að því er segir í tilkynningu um málið. 15.6.2009 14:15 Sigmundur Davíð: „Þetta finnst Samfylkingunni fyndið“ Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi nú fyrir skömmu að hann hyggist leggja fyrir þingið stjórnafrumvarp um skuldbindingar ríkisins vegna Icesave innstæðna við Breta og Hollendinga. Hann býst við að fá samþykki meirihluta Alþingis en því eru þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna ekki sammála. 15.6.2009 14:13 Íslendingur hlýtur viðurkenningu á sviði Microsoft samskiptalausna Aðalsteinn Rúnarsson, sérfræðingur hjá EJS, náði nýlega þeim merka áfanga að verða fyrsti Íslendingurinn til að fá prófskírteini fyrir sérþekkingu á sviði samskiptalausna en Aðalsteini bauðst að taka þátt í sérstöku námskeiði á því sviði sem haldið var í Danmörku. 15.6.2009 13:53 17 þingmenn hafa frest út daginn 17 þingmenn hafa frest út daginn til að upplýsa um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru tveir ráðherrar Vinstri grænna og níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudaginn höfðu 28 þingmenn af 63 upplýst um hagsmunatengsl sín en síðan hafa 18 þingmenn skráð upplýsingarnar. 15.6.2009 13:39 Samfylkingarfólk skorar á menntamálaráðherra Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, krefjast þess að námslán fyrir næsta skólaár hækki. Þeir skora á Katrínu Jakobsdóttur, menntmálaráðherra, að staðfesta ekki þær úthlutunarreglur sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt. 15.6.2009 12:31 Boðað til mótmælafundar vegna Icesave Yfir 30 þúsund manns hafa skráð sig gegn Icesave samkomulaginu á Facebook samskiptavefnum. Forsvarsmenn hópsins boða til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan tvö í dag. Þingfundur hefst klukkustund síðar og því er búist við að mótmælin standi yfir í nokkurn tíma. 15.6.2009 12:09 Fjármálin líklega skoðuð sjö ár aftur í tímann Óvíst er hversu langt aftur í tímann fjármál stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna verða skoðuð en líklega verður miðað við árið 2002. Forsætisráðherra vill að gerð verði úttekt sem nær aftur til ársins 1999. 15.6.2009 11:35 3000 jarðskjálftar í maí Í maí mældust um 3.000 jarðskjálftar á landinu, þar af um 2.000 í skjálftaröð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn var þann 29. maí og mældist 4,7 á richter en upptök hans voru við vestanvert Fagradalsfjall og fannst hann víða um suðvestanvert landið - vestur í Búðardal og austur að Hvolsvelli. 15.6.2009 11:31 Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15.6.2009 10:11 Innbrot og fullar fangageymslur Fimm menn voru handteknir í Vesturbæ Reykjavíkur við innbrotstilraun. Brotist var inn í stofnun í hverfinu og fór þjófavarnarkerfið í gang. 15.6.2009 07:05 Greiðslur töfðust en eru í skilum Þróunarfélagið á Keflavíkurflugvelli og Háskólavellir hafa endursamið um greiðslur fyrir kaup á húsum á gamla hersvæðinu. Háskólavellir áttu að greiða Þróunarfélaginu, sem er í eigu ríkisins, 4,3 milljarða um síðustu áramót, en samningurinn hljóðar alls upp á 13,5 milljarða. Háskólavellir hafa enn ekki greitt upphæðina, en munu greiða um tvo milljarða á næstunni. 15.6.2009 02:00 450 opinberir starfsmenn með meira en milljón á mánuði Um 450 starfsmenn ríkissins er með meira en milljón í tekjur á mánuði. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar sem á sæti í vinnuhópi um ríkisfjármál telur að það geti skilað hundruðum milljóna til ríkisins að lækka laun þessara opbinberu starfsmanna. Þetta kom fram í kvóldfréttum Sjónvarpsins. 14.6.2009 20:00 Grásleppukarlar skila yfir milljarði í þjóðarbúið Gríðarhátt verð fæst nú fyrir grásleppuhrogn og hefur það hækkað um 85 prósent frá því fyrra. Þessi mikla verðhækkun gerir gott betur en að bæta upp aflasamdrátt í grásleppunni og er áætlað að heildaraflaverðmæti fari yfir einn milljarð króna á tveggja mánaða vertíð í ár. 14.6.2009 19:29 Byrjaði að ganga fyrir fjórum mánuðum - fór sex sinnum á Esjuna í gær Íslandsmetið í Esjugöngu var að öllum líkindum slegið í gær en þá gekk Svanberg Halldórsson sex sinnum upp og niður fjallið sama daginn. Afrekið er ekki síður merkilegt af þeim sökum að það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan Svanberg hóf að ganga fjöll. 14.6.2009 19:00 Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum og draga máttinn úr fyrirtækjum og heimilum í landinu að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hann hvetur ríkisstjórnina til að leggja meiri áherslu á niðurskurð heldur en skerða ráðstöfunartekjur heimila enn frekar. 14.6.2009 18:45 Ráðherrarnir komu með einkaþotum til Egilsstaða Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna er hafinn á Egilsstöðum. Það var um þrjúleytið sem einkaþotur ráðherranna lentu hver af annarri á Egilsstaðaflugvelli frá hinum Norðurlöndunum en áður hafði Jóhanna Sigurðardóttir komið með áætlunarflugi til Austurlands. Forsætisráðherrarnir ræða meðal annars um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 14.6.2009 16:35 VG í Skagafirði: Endurreisnin mikilvægari en aðild að ESB Félag vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði minnir á samþykktir flokksins og yfirlýsingar fyrir nýliðnar alþingiskosningar þar sem alfarið er hafnað Evrópusambandsaðild og ítrekað að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan sambandsins. VG er eini flokkurinn sem á sæti á alþingi sem hefur frá upphafi talað skýrt í þessum efnum. 14.6.2009 15:06 Búið að opna Sæbrautina Búið er að opna Sæbraut en henni var lokað fyrr í dag í Vestur vegna alvarlegs umferðarslyss sem þar varð. Tveir bílar skullu saman og voru einhverjir fluttir á slysadeild. Þá varð einnig hörð aftanákeyrsla í Mosfellsbæ fyrr í dag og einhverjar tafir urðu á umferð, búið er að ganga frá því. 14.6.2009 14:46 Vilja klára málið fyrir fulltrúaráðsfundinn á morgun Sjálfstæðismenn í Kópavogi ætla að reyna að hittast í dag til þess að ræða um hver verði eftirmaður Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Sem kunnugt er mun Gunnar hafa boðið sínum flokksmönnum að stíga til hliðar til þess að greiða fyrir meirihlutasamstarfi Sjáflstæðis- og Framsóknarflokks í bænrum. Óvíst er hver sest í stól Gunnars en menn vilja vera búnir að klára það mál fyrir fulltrúaráðsfund flokksins sem fram fer á morgun. 14.6.2009 14:01 Hörð aftanákeyrsla í Mosfellsbæ - tafir á umferð Nokkuð hörð aftanákeyrsla var við Hringtorg í Mosfellsbæ fyrir stundu til móts við Álafossveg. Að sögn lögreglu var tilkynnt um áreksturinn klukkan 13:07 en enginn var fluttur á slysadeild samkvæmt þeirri bókun sem varðstjóri hafði þegar Vísir ræddi við hann. Hann segir nokkrar tafir vera á umferð á svæðinu og býst hann við að svo verði áfram. 14.6.2009 13:41 Í kapphlaupi um að moka upp makrílnum Íslenski síldveiðiflotinn er kominn í æðisgengið kapphlaup um að moka sem mestu upp af makríl. Tilgangurinn er að tryggja sér veiðireynslu áður en stjórnvöld skipta makrílkvóta milli skipa. Fyrir vikið fer mestur hluti aflans í bræðslu. 14.6.2009 12:46 Fékk gullmedalíu Evrópsku augnlæknaakademíunnar Einar Stefánsson prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við augndeild Landspítalans fékk fyrir helgi gullmedalíu evrópsku augnlækna-akademíunnar (European Academy of Ophthalmology). Þetta var tilkynnt á fundi akademíunnar í Amsterdam á föstudag. Um leið var Einar tekinn sem meðlimur í akademíuna en hún telur 48 evrópska augnlækna og vísindamenn. Þetta eru afar jákvæð tíðindi fyrir íslenskt vísindasamfélag, Háskóla Íslands, Landspítalann og Einar sjálfan. 14.6.2009 12:42 Ræðir aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Egilsstöðum í dag Rætt verður um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Egilsstöðum í dag. Ráðherrarnir fljúga með einkaflugvélum til Egilsstaða en þeir fara af landi brott á morgun. 14.6.2009 12:01 Herbert kosinn formaður Borgarahreyfingarinnar Í gær var haldinn aukaaðalfundur Borgarahreyfingarinnar. Þar var kosin ný stjórn sem situr til aðalfundar í haust. Kosningin fór fram með rafrænum hætti en í stjórn voru kjörnir 8 og 5 til vara. Kosningin gekk þannig fyrir sig að sá sem fékk flest atkvæði varð formaðru stjórnar en það var Herbert Sveinbjörnsson. Lilja Skaftadóttir fékk næst flest atkvæði og varð varaformaður. Baldvin Jónsson varð síðan í þriðja sæti og er ritari flokksins. 14.6.2009 11:27 Umdeildar makrílveiðar að komast í fullan gang Umdeildar makrílveiðar Íslendinga eru nú að komast í fullan gang að nýju og hefur síldveiðiflotinn nú að mestu fært sig af Jan Mayen svæðinu norðaustur af Íslandi og suðaustur fyrir landið í svokallaðan Rósagarð, þar sem búist er við makríl í bland við síld. 14.6.2009 10:04 Einn með allar réttar í Lottóinu - fær tæpar níu milljónir Heppinn Lottóspilari, sem keypti miðann sinn í Hagkaupum í Skeifunni, var einn með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega 8.8 milljónir í vinning. 14.6.2009 09:38 Fundar með norrænum ráðherrum í dag Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fundar með Norrænum starfsbræðrum sínum á Egilsstöðum í dag en um er að ræða reglubundinn samráðsfund ráðherranna. 14.6.2009 09:32 Grunaður um ölvun á Reykjanesbraut Rólegt var hjá flestum lögregluembættum landsins í gærkvöldi og í nótt. Þó var einn tekinn fyrir of hraðann akstur á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi. Hann mældist á 127 km/klst en þar er hámarkshraðinn 90 km/klst. Þá var einn tekinn á brautinni grunaður um ölvun við akstur í nótt. 14.6.2009 09:26 Fjölmennasta brautskráning í sögu skólans Aldrei áður hafa eins margir verið brautskráðir frá Endurmenntun Háskóla Íslands eins og gert var við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær, þann 12. júní. Alls voru 149 kandídatar brautskráðir af sex námsbrautum. Við upphaf athafnarinnar ávarpaði Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri nemendur og gesti og fór yfir starfssemi ársins sem og nýjar námsbrautir sem fara af stað í haust og um áramót. Ylfa Edith Jakobsdóttir, starfsþróunarstjóri Marels hélt hátíðarræðu en meðal kandídata er starfsmaður Marels. Að lokum hélt Gunnar Sigurðsson, kandídat úr Verkefnastjórnun - Leiðtogaþjálfun ávarp fyrir hönd nemenda. 14.6.2009 09:21 Gekk sex sinnum upp á Esjuna í dag - líklega íslandsmet Svanberg Halldórsson tuttugu og sjö ára gamall Reykvíkingur gekk sex sinnum upp á Esjuna í dag en hann byrjaði klukkan sex í morgun. Göngunni lauk í kvöld á milli 21:00 og 22:00. Gangan er tæpir 43 km en hún er liður í undirbúningi fyrir hinn svokallaða Glerárdalshring. Svanberg gekk til styrktar krabbameinssjúkum börnum. 13.6.2009 21:30 Laugin í Reykjanesi endurnýjuð Búið er að steypa nýja sundlaug inn í gömlu laugina í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og er stefnt að því að hún verði opnuð sem ný fyrir næstu helgi. 13.6.2009 19:27 Sjá næstu 50 fréttir
Unglingsstúlkur viðstaddar dópleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 20 grömm af marijúana í íbúð í miðborginni um helgina. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var yfirheyrður vegna málsins en viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna sölu fíkniefna. Í íbúðinni var hópur af fólki, þ.á.m. þrjár unglingsstúlkur. Hringt var í foreldra þeirra sem komu og sóttu stúlkurnar. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. 15.6.2009 19:42
Einkalífeyrissjóðir aðeins fyrir risaviðskiptavini Sigurjón Þ. Árnason er í hópi fárra efnamanna sem eiga einkalífeyrissjóð í Landsbankanum. Aðeins þeir sem eiga meira en 50 milljónir geta stofnað slíkan sjóð. 15.6.2009 19:31
Íslensk kona leitar að staðgöngumóður „Það er okkar stærsta ósk að eignast annað barn," segir íslensk kona sem leitar að staðgöngumóður hér á landi til að ganga með barn fyrir sig. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Íslandi, en nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins fjallar nú um lögleiðingu þess. 15.6.2009 19:25
Fá reikning frá skattinum þrátt fyrir niðurfellingu Fastlega má búast við að stjórn Kaupþings staðfesti í kvöld, að persónulegar ábyrgðir starfsmanna og stjórnenda gamla bankans á lánum upp á fimmtíu milljarða, verði felldar niður. 15.6.2009 18:44
Ný þingkona ósátt við Icesave leynd Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir leyndina sem umlykur Icesave málið enn meiri í ríkisstjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar en ríkisstjórnarinnar sem felld var fyrr í vetur. 15.6.2009 16:53
Tólf krónu munur á kaup- og sölugengi evru í Leifsstöð Tæplega tólf krónu munur er á kaup og sölugengi evru í Landsbankaútibúinu í Leifsstöð. Nokkrir ferðamenn hafa haft samband við fréttastofu og gert athugasemdir við þetta. Hvort þetta sé hreinlega leyfilegt. Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna, segir að frjáls verðmyndun sé á þessum markaði líkt og öllu öðru. Hann gerir hinsvegar athugsemd við framsetningu á upplýsingum um gengi gjaldmiðla á vefsíðum bankanna. 15.6.2009 16:53
Bæjarstjórinn í Grindavík: Óróleikinn auðvitað slæmur „Óróleikinn er auðvitað afar slæmur og það er ekki síst íbúanna og byggðarinnar vegna,“ segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, um stöðu mála í bæjarfélaginu en mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík undanfarið ár. 15.6.2009 16:30
Gylfi Magnússon: „Ekki hægt að snúa við ákvörðun um niðurfellingu lána“ Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingu, hvort hægt væri að snúa við þeirri ákvörðun gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda bankans á lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. 15.6.2009 16:16
Ber við trúnaði um kostnað og greiðanda álits Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður LEX sem vann lögfræðiálit um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, segist ekki tjá sig um kostnaðinn við lögfræðiálitið sem hann vann að beiðni Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs. Hann segist ekki heldur vilja segja til um hver komi til með að greiða fyrir álitið, enda sé hann bundinn trúnaði um allt slíkt. 15.6.2009 22:08
Samkomulagið upp á borðið InDefence-hópurinn krefst þess að stjórnvöld gefi íslenskum almenningi von í Icesave-málinu. Hópurinn krefst þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fái aðgang að samkomulaginu, þannig að Alþingismenn hafi forsendur til að meta frumvarp til ríkisábyrgðar á rúmlega 700 milljarða ábyrgð vegna samkomulagsins við bresk og hollensk stjórnvöld. 15.6.2009 15:38
Yfirlýsing frá Sportkafarafélaginu: Jónas og Árni ekki meðlimir Einar Þór Halldórsson, formaður Sportkafarafélagsins, vill koma því á framfæri að enginn grunaðra í hinu svokallaða Papeyjarsmygli sé lengur meðlimur í félaginu. 15.6.2009 15:33
Lögregla fann fíkniefni í húsleit hjá dópsala Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 20 grömm af marijúana í íbúð í miðborginni um helgina. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var yfirheyrður vegna málsins en viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna sölu fíkniefna. Í íbúðinni var hópur af fólki, þ.á.m. þrjár unglingsstúlkur. Hringt var í foreldra þeirra sem komu og sóttu stúlkurnar. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. 15.6.2009 15:00
Eigandi gúmmíbátsins: Ekkert leyndarmál í þessu „Það er ekkert leyndarmál í þessu og hefur aldrei verið. Ég fór strax sama kvöld og þetta gerðist upp á lögreglustöð og sýndi öll mín gögn,“ segir Sigurður Örn Sigurðsson sem átti gúmmíbátinn sem notaður var til þess að sigla út í Papey til þess að sækja eiturlyf þann 20. apríl síðastliðinn. 15.6.2009 14:43
Nýting orkulinda og uppbyggingu stóriðju rædd á þingi Nýtingu orkulinda og uppbyggingu stóriðju verður til umfjöllunar í sérstakri utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Málshefjandi er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og til andsvara verður Svandís Svavardóttir, umhverfisráðherra. 15.6.2009 14:16
Átta leiknar kvikmyndir með vilyrði fyrir framleiðslustyrk Átta leiknar kvikmyndir í fullri lengd fengu vilyrði fyrir framleiðslustyrkjum úr Kvikmyndasjóði (KMÍ) á tímabilinu mars til júní 2009 að því er segir í tilkynningu um málið. 15.6.2009 14:15
Sigmundur Davíð: „Þetta finnst Samfylkingunni fyndið“ Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi nú fyrir skömmu að hann hyggist leggja fyrir þingið stjórnafrumvarp um skuldbindingar ríkisins vegna Icesave innstæðna við Breta og Hollendinga. Hann býst við að fá samþykki meirihluta Alþingis en því eru þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna ekki sammála. 15.6.2009 14:13
Íslendingur hlýtur viðurkenningu á sviði Microsoft samskiptalausna Aðalsteinn Rúnarsson, sérfræðingur hjá EJS, náði nýlega þeim merka áfanga að verða fyrsti Íslendingurinn til að fá prófskírteini fyrir sérþekkingu á sviði samskiptalausna en Aðalsteini bauðst að taka þátt í sérstöku námskeiði á því sviði sem haldið var í Danmörku. 15.6.2009 13:53
17 þingmenn hafa frest út daginn 17 þingmenn hafa frest út daginn til að upplýsa um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru tveir ráðherrar Vinstri grænna og níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudaginn höfðu 28 þingmenn af 63 upplýst um hagsmunatengsl sín en síðan hafa 18 þingmenn skráð upplýsingarnar. 15.6.2009 13:39
Samfylkingarfólk skorar á menntamálaráðherra Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, krefjast þess að námslán fyrir næsta skólaár hækki. Þeir skora á Katrínu Jakobsdóttur, menntmálaráðherra, að staðfesta ekki þær úthlutunarreglur sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt. 15.6.2009 12:31
Boðað til mótmælafundar vegna Icesave Yfir 30 þúsund manns hafa skráð sig gegn Icesave samkomulaginu á Facebook samskiptavefnum. Forsvarsmenn hópsins boða til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan tvö í dag. Þingfundur hefst klukkustund síðar og því er búist við að mótmælin standi yfir í nokkurn tíma. 15.6.2009 12:09
Fjármálin líklega skoðuð sjö ár aftur í tímann Óvíst er hversu langt aftur í tímann fjármál stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna verða skoðuð en líklega verður miðað við árið 2002. Forsætisráðherra vill að gerð verði úttekt sem nær aftur til ársins 1999. 15.6.2009 11:35
3000 jarðskjálftar í maí Í maí mældust um 3.000 jarðskjálftar á landinu, þar af um 2.000 í skjálftaröð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn var þann 29. maí og mældist 4,7 á richter en upptök hans voru við vestanvert Fagradalsfjall og fannst hann víða um suðvestanvert landið - vestur í Búðardal og austur að Hvolsvelli. 15.6.2009 11:31
Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15.6.2009 10:11
Innbrot og fullar fangageymslur Fimm menn voru handteknir í Vesturbæ Reykjavíkur við innbrotstilraun. Brotist var inn í stofnun í hverfinu og fór þjófavarnarkerfið í gang. 15.6.2009 07:05
Greiðslur töfðust en eru í skilum Þróunarfélagið á Keflavíkurflugvelli og Háskólavellir hafa endursamið um greiðslur fyrir kaup á húsum á gamla hersvæðinu. Háskólavellir áttu að greiða Þróunarfélaginu, sem er í eigu ríkisins, 4,3 milljarða um síðustu áramót, en samningurinn hljóðar alls upp á 13,5 milljarða. Háskólavellir hafa enn ekki greitt upphæðina, en munu greiða um tvo milljarða á næstunni. 15.6.2009 02:00
450 opinberir starfsmenn með meira en milljón á mánuði Um 450 starfsmenn ríkissins er með meira en milljón í tekjur á mánuði. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar sem á sæti í vinnuhópi um ríkisfjármál telur að það geti skilað hundruðum milljóna til ríkisins að lækka laun þessara opbinberu starfsmanna. Þetta kom fram í kvóldfréttum Sjónvarpsins. 14.6.2009 20:00
Grásleppukarlar skila yfir milljarði í þjóðarbúið Gríðarhátt verð fæst nú fyrir grásleppuhrogn og hefur það hækkað um 85 prósent frá því fyrra. Þessi mikla verðhækkun gerir gott betur en að bæta upp aflasamdrátt í grásleppunni og er áætlað að heildaraflaverðmæti fari yfir einn milljarð króna á tveggja mánaða vertíð í ár. 14.6.2009 19:29
Byrjaði að ganga fyrir fjórum mánuðum - fór sex sinnum á Esjuna í gær Íslandsmetið í Esjugöngu var að öllum líkindum slegið í gær en þá gekk Svanberg Halldórsson sex sinnum upp og niður fjallið sama daginn. Afrekið er ekki síður merkilegt af þeim sökum að það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan Svanberg hóf að ganga fjöll. 14.6.2009 19:00
Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum og draga máttinn úr fyrirtækjum og heimilum í landinu að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hann hvetur ríkisstjórnina til að leggja meiri áherslu á niðurskurð heldur en skerða ráðstöfunartekjur heimila enn frekar. 14.6.2009 18:45
Ráðherrarnir komu með einkaþotum til Egilsstaða Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna er hafinn á Egilsstöðum. Það var um þrjúleytið sem einkaþotur ráðherranna lentu hver af annarri á Egilsstaðaflugvelli frá hinum Norðurlöndunum en áður hafði Jóhanna Sigurðardóttir komið með áætlunarflugi til Austurlands. Forsætisráðherrarnir ræða meðal annars um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 14.6.2009 16:35
VG í Skagafirði: Endurreisnin mikilvægari en aðild að ESB Félag vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði minnir á samþykktir flokksins og yfirlýsingar fyrir nýliðnar alþingiskosningar þar sem alfarið er hafnað Evrópusambandsaðild og ítrekað að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan sambandsins. VG er eini flokkurinn sem á sæti á alþingi sem hefur frá upphafi talað skýrt í þessum efnum. 14.6.2009 15:06
Búið að opna Sæbrautina Búið er að opna Sæbraut en henni var lokað fyrr í dag í Vestur vegna alvarlegs umferðarslyss sem þar varð. Tveir bílar skullu saman og voru einhverjir fluttir á slysadeild. Þá varð einnig hörð aftanákeyrsla í Mosfellsbæ fyrr í dag og einhverjar tafir urðu á umferð, búið er að ganga frá því. 14.6.2009 14:46
Vilja klára málið fyrir fulltrúaráðsfundinn á morgun Sjálfstæðismenn í Kópavogi ætla að reyna að hittast í dag til þess að ræða um hver verði eftirmaður Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Sem kunnugt er mun Gunnar hafa boðið sínum flokksmönnum að stíga til hliðar til þess að greiða fyrir meirihlutasamstarfi Sjáflstæðis- og Framsóknarflokks í bænrum. Óvíst er hver sest í stól Gunnars en menn vilja vera búnir að klára það mál fyrir fulltrúaráðsfund flokksins sem fram fer á morgun. 14.6.2009 14:01
Hörð aftanákeyrsla í Mosfellsbæ - tafir á umferð Nokkuð hörð aftanákeyrsla var við Hringtorg í Mosfellsbæ fyrir stundu til móts við Álafossveg. Að sögn lögreglu var tilkynnt um áreksturinn klukkan 13:07 en enginn var fluttur á slysadeild samkvæmt þeirri bókun sem varðstjóri hafði þegar Vísir ræddi við hann. Hann segir nokkrar tafir vera á umferð á svæðinu og býst hann við að svo verði áfram. 14.6.2009 13:41
Í kapphlaupi um að moka upp makrílnum Íslenski síldveiðiflotinn er kominn í æðisgengið kapphlaup um að moka sem mestu upp af makríl. Tilgangurinn er að tryggja sér veiðireynslu áður en stjórnvöld skipta makrílkvóta milli skipa. Fyrir vikið fer mestur hluti aflans í bræðslu. 14.6.2009 12:46
Fékk gullmedalíu Evrópsku augnlæknaakademíunnar Einar Stefánsson prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við augndeild Landspítalans fékk fyrir helgi gullmedalíu evrópsku augnlækna-akademíunnar (European Academy of Ophthalmology). Þetta var tilkynnt á fundi akademíunnar í Amsterdam á föstudag. Um leið var Einar tekinn sem meðlimur í akademíuna en hún telur 48 evrópska augnlækna og vísindamenn. Þetta eru afar jákvæð tíðindi fyrir íslenskt vísindasamfélag, Háskóla Íslands, Landspítalann og Einar sjálfan. 14.6.2009 12:42
Ræðir aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Egilsstöðum í dag Rætt verður um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Egilsstöðum í dag. Ráðherrarnir fljúga með einkaflugvélum til Egilsstaða en þeir fara af landi brott á morgun. 14.6.2009 12:01
Herbert kosinn formaður Borgarahreyfingarinnar Í gær var haldinn aukaaðalfundur Borgarahreyfingarinnar. Þar var kosin ný stjórn sem situr til aðalfundar í haust. Kosningin fór fram með rafrænum hætti en í stjórn voru kjörnir 8 og 5 til vara. Kosningin gekk þannig fyrir sig að sá sem fékk flest atkvæði varð formaðru stjórnar en það var Herbert Sveinbjörnsson. Lilja Skaftadóttir fékk næst flest atkvæði og varð varaformaður. Baldvin Jónsson varð síðan í þriðja sæti og er ritari flokksins. 14.6.2009 11:27
Umdeildar makrílveiðar að komast í fullan gang Umdeildar makrílveiðar Íslendinga eru nú að komast í fullan gang að nýju og hefur síldveiðiflotinn nú að mestu fært sig af Jan Mayen svæðinu norðaustur af Íslandi og suðaustur fyrir landið í svokallaðan Rósagarð, þar sem búist er við makríl í bland við síld. 14.6.2009 10:04
Einn með allar réttar í Lottóinu - fær tæpar níu milljónir Heppinn Lottóspilari, sem keypti miðann sinn í Hagkaupum í Skeifunni, var einn með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega 8.8 milljónir í vinning. 14.6.2009 09:38
Fundar með norrænum ráðherrum í dag Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fundar með Norrænum starfsbræðrum sínum á Egilsstöðum í dag en um er að ræða reglubundinn samráðsfund ráðherranna. 14.6.2009 09:32
Grunaður um ölvun á Reykjanesbraut Rólegt var hjá flestum lögregluembættum landsins í gærkvöldi og í nótt. Þó var einn tekinn fyrir of hraðann akstur á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi. Hann mældist á 127 km/klst en þar er hámarkshraðinn 90 km/klst. Þá var einn tekinn á brautinni grunaður um ölvun við akstur í nótt. 14.6.2009 09:26
Fjölmennasta brautskráning í sögu skólans Aldrei áður hafa eins margir verið brautskráðir frá Endurmenntun Háskóla Íslands eins og gert var við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær, þann 12. júní. Alls voru 149 kandídatar brautskráðir af sex námsbrautum. Við upphaf athafnarinnar ávarpaði Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri nemendur og gesti og fór yfir starfssemi ársins sem og nýjar námsbrautir sem fara af stað í haust og um áramót. Ylfa Edith Jakobsdóttir, starfsþróunarstjóri Marels hélt hátíðarræðu en meðal kandídata er starfsmaður Marels. Að lokum hélt Gunnar Sigurðsson, kandídat úr Verkefnastjórnun - Leiðtogaþjálfun ávarp fyrir hönd nemenda. 14.6.2009 09:21
Gekk sex sinnum upp á Esjuna í dag - líklega íslandsmet Svanberg Halldórsson tuttugu og sjö ára gamall Reykvíkingur gekk sex sinnum upp á Esjuna í dag en hann byrjaði klukkan sex í morgun. Göngunni lauk í kvöld á milli 21:00 og 22:00. Gangan er tæpir 43 km en hún er liður í undirbúningi fyrir hinn svokallaða Glerárdalshring. Svanberg gekk til styrktar krabbameinssjúkum börnum. 13.6.2009 21:30
Laugin í Reykjanesi endurnýjuð Búið er að steypa nýja sundlaug inn í gömlu laugina í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og er stefnt að því að hún verði opnuð sem ný fyrir næstu helgi. 13.6.2009 19:27