Innlent

Ríkið stofnar ritfangaverslun

Kristján Möller vígði pósthús á Sauðárkróki sem nú stendur í samkeppni við Kaupfélagið.
Kristján Möller vígði pósthús á Sauðárkróki sem nú stendur í samkeppni við Kaupfélagið.

„Það er óskaplega vitlaust ef ríkið á að fara að setja upp ritfangaverslun," segir Árni Kristinsson, verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Nýtt pósthús Íslandspósts var opnað á Sauðárkróki fyrir skömmu. Kristján Möller samgönguráðherra vígði það. Þar er selt meðal annars skrifstofuvörur, ritföng, gjafakort og fleira. Kaupfélag Skagfirðinga er eina fyrirtækið sem selur ritföng á Sauðárkróki.

Árni segir að þetta sé lítið í sniðum á pósthúsinu en vonast til að það verði ekki stærra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×