Innlent

Átján ára ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot á rúmu ári

Lögreglustjórinn á Akureyri ákærir 18 ára pilt fyrir alls tólf þjófnaðarbrot á rúmu ári.
Lögreglustjórinn á Akureyri ákærir 18 ára pilt fyrir alls tólf þjófnaðarbrot á rúmu ári.
Í gær voru þingfestar í héraðsdómi Norðurlands eystra þrjár ákærur á hendur átján ára pilti fyrir alls tólf þjófnaðarbrot. Fimm brotanna framdi hann í félagi við nítján ára dreng og önnur fimm í félagi við annan dreng sem einnig er nítján ára. Brotin eru framin á tímabilinu janúar 2008 til mars 2009. Drengurinn er einnig ákærður fyrir eignaspjöll.

Meðal þess sem drengurinn er ákærður fyrir er að stela peningum, áfengi, stafrænni myndavél, myndbandsupptökuvél af gerðinni Sony, gleraugum, hálsfesti, eyrnalokkum, töskum, gaskútum, GPS-tækjum, geisladiskum og sígarettum.

Lögreglustjórinn á Akureyri fer fram á að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir Vátryggingafélag Íslands einkakröfu á hendur tveimur mannanna að fjárhæð kr. 239.301.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×