Innlent

Meirihluti gegn Icesave-ábyrgð

Sextíu og þrjú prósent landsmanna eru ósammála því að Íslendingar verði að ábyrgjast innistæður vegna Icesave-reikninganna að því er fram kemur í nýrri skoðannakönnun sem MMR vann fyrir DV og greint er frá í dag. Innan við fjórðungur er á því að að Íslendingum beri að borga. Að því er fram kemur í blaðinu voru ríflega 45 prósent aðpurðra mjög ósammála því að íslendingar ábyrgist Icesave og 17,5 prósent til viðbótar voru frekar ósammála. Fimmtán prósent voru síðan frekar sammála því að ábyrgjast Icesave og aðeins 8,8 prósent voru mjög sammála því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×