Innlent

Hvað ef Sigurjón svíkur Sigurjón?

Óhefðbundin lántaka Sigurjóns Árnasonar í einkalífeyrissjóði hans sjálfs veltir upp ýmsum spurningum, til dæmis hvað gerist standi hann ekki skil á láninu.

 

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, keypti veðskuldabréf af sjálfum sér í gegnum einkalífeyrissjóð sinn í bankanum með veði í fasteignum í eigu hans sjálfs. Um tvö sambærileg lán var að ræða, annað upp á 40 milljónir með veði í heimili Sigurjóns að Granaskjóli en hitt var upp á 30 milljónir með veði í annari fasteign í hans eigu á Bjarnastíg. Lánin eru bæði kúlulán, með einni greiðslu eftir 20 ár, og vextir eru 3,5%. Lántakan er óhefðbundin og einsdæmi í Landsbankanum.

 

Hægt er að velta fyrir sér hvað myndi gerast standi Sigurjón ekki skil á afborgunum af lánunum sem Sigurjón veitti Sigurjóni. Gæti Sigurjón þá hugsanlega farið í mál við Sigurjón. Eða væri mögulegt að Sigurjón gengi að veðum sem Sigurjón veitti þegar Sigurjón tók lán hjá Sigurjóni? Myndi þá Sigurjón yfirtaka húseignir Sigurjóns sem voru hafðar sem veð fyrir lánunum? Það þarf þó ekki að vera að málin verði svo flókin, þ.e. ef Sigurjón stendur skil á láninu sem hann veitti sjálfum sér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×