Milljarða skattahækkanir í burðarliðnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2009 12:22 Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að fjármagnstekjur af hóflegum sparnaði fólks verði ekki skattlagður sérstaklega en hún og fjármálaráðherra vildu ekki gefa upp hvar mörkin komi til með að liggja í þeim efnum að svo stöddu. Mestu munar hins vegar um hækkun tryggingagjalds, sem er tekjustofn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Áætluð hækkun gjaldsins mun skila ríkissjóði um 12 milljörðum króna á ársgrundvelli. Þegar Steingrímur var spurður hvort fyrirtækin í landinu þyldu þennan viðbótarskatt, sagði hann þessa skattheimtu vissulega leggjast þungt á atvinnulífið. Þessi mál sem önnur hefðu verið rædd á sameiginlegum vettvangi stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandsins (ASÍ) og forystumenn þeirra samtaka þekktu því vel til tillagna stjórnvalda. Sjóðir Atvinnuleysistryggingasjóðs eru óðum að þorna upp. Forsætisráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að um 10 % þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum ættu ekki að vera á bótum. Félagsmálaráðherra væri að vinna að úrbótum í þessum efnum sem kynntar yrðu bráðlega. Samanlagt eiga aðgerðir stjórnvalda að skila með auknum tekjum og sparnaði ríflega 20 milljörðum í ríkissjóð á þessu ári og eiga breytingarnar að taka gildi frá og með 1. júlí. Reiknað er með að tillögurnar verði kynntar þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu á fimmtudag og að umræður um þær geti hafist á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að klára s.k. stöðugleikasamning stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins fyrir 25. júlí næst komandi, því um mánaðamót rennur út frestur til að segja upp gildandi kjarasamningum. Hörð krafa hefur verið gerð af hálfu aðila vinnumarkaðarins um frekari lækkun stýrivaxta en Seðlabankinn ætlar ekki að tilkynna um vaxtaákvörðun fyrr en eftir mánaðmót. Fjármálaráðherra sagði að Seðlabankinn þekkti til þeirra umræðna sem átt hefðu sér stað að undanförnu, en vildi að öðru leyti ekki svara því hvort hann teldi að Seðlabankinn birti ákvörðun um stýrivexti fyrir mánaðamót. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira
Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að fjármagnstekjur af hóflegum sparnaði fólks verði ekki skattlagður sérstaklega en hún og fjármálaráðherra vildu ekki gefa upp hvar mörkin komi til með að liggja í þeim efnum að svo stöddu. Mestu munar hins vegar um hækkun tryggingagjalds, sem er tekjustofn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Áætluð hækkun gjaldsins mun skila ríkissjóði um 12 milljörðum króna á ársgrundvelli. Þegar Steingrímur var spurður hvort fyrirtækin í landinu þyldu þennan viðbótarskatt, sagði hann þessa skattheimtu vissulega leggjast þungt á atvinnulífið. Þessi mál sem önnur hefðu verið rædd á sameiginlegum vettvangi stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandsins (ASÍ) og forystumenn þeirra samtaka þekktu því vel til tillagna stjórnvalda. Sjóðir Atvinnuleysistryggingasjóðs eru óðum að þorna upp. Forsætisráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að um 10 % þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum ættu ekki að vera á bótum. Félagsmálaráðherra væri að vinna að úrbótum í þessum efnum sem kynntar yrðu bráðlega. Samanlagt eiga aðgerðir stjórnvalda að skila með auknum tekjum og sparnaði ríflega 20 milljörðum í ríkissjóð á þessu ári og eiga breytingarnar að taka gildi frá og með 1. júlí. Reiknað er með að tillögurnar verði kynntar þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu á fimmtudag og að umræður um þær geti hafist á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að klára s.k. stöðugleikasamning stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins fyrir 25. júlí næst komandi, því um mánaðamót rennur út frestur til að segja upp gildandi kjarasamningum. Hörð krafa hefur verið gerð af hálfu aðila vinnumarkaðarins um frekari lækkun stýrivaxta en Seðlabankinn ætlar ekki að tilkynna um vaxtaákvörðun fyrr en eftir mánaðmót. Fjármálaráðherra sagði að Seðlabankinn þekkti til þeirra umræðna sem átt hefðu sér stað að undanförnu, en vildi að öðru leyti ekki svara því hvort hann teldi að Seðlabankinn birti ákvörðun um stýrivexti fyrir mánaðamót.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira