Innlent

Icesave-mótmæli áfram í dag

Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær. MYND/Lillo.blog.is

Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla vegna Icesave í dag klukkan þrjú síðdegis. 31.362 manns eru nú skráðir inn á Facebook samskiptasíðuna þar sem samningnum er mótmælt en að sögn aðstandenda fjölgar meðlimum um 1000 manns á dag. Skipuleggjendur segja að mótmælin muni standa þar til samningurinn verður tekinn fyrir á Alþingi og þar til þingmenn hafa afgreitt málið. Þá segja aðstandendur að mun fleiri en þeir sem nota Facebook séu andsnúnir málinu þúsundir manna hafa að sögn þeirra skráð sig á lista í gegnum tölvupósta. Mótmælin eru friðsamleg og munu standa fram eftir degi, að því er fram kemur í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×