Fleiri fréttir

Steingrímur skipar stjórn ÁTVR

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur skipað Aðalheiði Héðinsdóttur sem formann stjórnar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ráðherra hefur einni gert tvenns konar breytingar á reglugerð um stofnunina.

Nýstárlegar aðferðir felldu Kragh

„Við bíðum rólegir eftir niðurstöðu Hæstaréttar Íslands," sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar spurður um viðbrögð vegna þungs dóms sem Þorsteinn Kragh og Jacob Van Hinte fengu í dag. Þeir voru dæmdir samanlagt í sextán og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla tæpum 200 kílóum af kannabis og rúmu kílói af kókaíni til landsins með Norrænu síðasta sumar.

Skatturinn yfirheyrði Þorstein Kragh á Litla Hrauni

Skattrannsóknarstjóri yfirheyrði Þorstein Kragh vegna vitnisburðar hans í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi, þar sem Þorsteinn var ákærður fyrir innflutning á tæpum 200 kílóum af kannabisefnum og 1 ½ kílói af kókaíni.

Sendiskrifstofum lokað í Níkaragva og Srí Lanka

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að loka í sumar sendiskrifstofu Íslands í Níkaragva sem jafnframt er umdæmisskrifstofa Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Áður hafði verið tilkynnt að starfsemi stofnunarinnar á Srí Lanka ljúki um mitt ár.

Stærsti landsfundur VG til þessa

Landsfundur Vinstri grænna hefst á morgun og stendur um helgina á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn verður sá fjölmennasti í sögu flokksins.

Ræði arðgreiðslurnar við stjórn HB-Granda

Verkalýðshreyfingin krefst þess að Samtök atvinnulífsins ræði umdeildar arðgreiðslur við stjórnendur HB Granda. Fulltrúar ASÍ og verkalýðsfélaga funduðu í morgun með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins þar sem verkalýðshreyfingin lýsti áhyggjum af málinu.

Dómarar gagnrýna lögreglu vegna Kragh málsins

Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdu í máli Þorsteins Kragh og Jacobs Hinte, gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar við rannsókn málsins þar sem Þorsteini Kragh var ítrekað meinað að komast í mikinn fjölda skjala sem vörðuðu rannsókn málsins.

Catalina hefur tólf vændiskonur á sínum snærum

Catalina Ncoco, konan sem haldið hefur úti vændishúsum í Reykjavík undanfarin misseri, segist hafa tólf vændiskonur á sínum snærum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Í viðtali við Vikuna segist hún fara reglulega til Brasilíu til að finna konur til að stunda vændi hér á landi.

Ráðist á úrsmið

Nú fyrir stundu var ráðist á Frank Michelsen og vökva sprautað í augun á honum, hugsanlega piparúða.

Þiggur ekki þriðja sætið - vill baráttusætið

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ætlar ekki að taka þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar 25. apríl. Þess í stað vill hann skipa baráttusæti flokksins. Nái Lúðvík kjöri lætur hann af störfum sem bæjarstjóri.

Þorsteinn Kragh í níu ára fangelsi

Þorsteinn Kragh var í dag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að smygla til landsins tæpum 200 kílóum af hassi og hálfu öðru kílói af kókaíni. Jacob van Hinte, hollenskur samstarfsmaður Þorsteins var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi en dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í morgun. Þorsteinn mætti ekki við dómsuppsögu málsins.

Nágrannar grunlausir um risa kannabisræktun

Það fór lítið fyrir umfangsmestu kannabisræktun sögunnar en nágrannar sem Vísir hafði samband við höfðu ekki hugmynd um þá ólöglegu starfsemi sem átti sér stað í húsnæðinu.

Blaut tuska framan í heimili og fyrirtæki

„1% stýrivaxtalækkun er blaut tuska framan í heimili og fyrirtæki þessa lands. Nefndin hefði að mínu mati átt að leggja til mun meiri lækkun stýrivaxta," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti í 17%.

Hanna Birna greini frá tengslum við Björgólfsfeðga

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hyggst spyrja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, um tengsl hennar við Samson Properties á fundi borgarráðs í dag. Ólafur vill meðal annars að hún upplýsi hvort hún hafi þegið fjárframlög frá félaginu.

Stýrivaxtalækkunin allt of lítil

„Að mínu mati er þessi lækkun allt of lítil. Það eru mikil vonbrigði að þeir skyldu ekki taka stærra skref," segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Samtaka iðnaðarins, um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 1%, niður í 17%.

Mokafli í miðri höfninni

Stóra fjölveiðiskipið Kap VE fékk 600 tonn af síld inni í miðri Vestmannaeyjahöfn í gær og landaði aflanum til bræðslu í gærkvöldi. Mikið hefur verið af síld í höfninni að undanförnu og talsvert af henni hefur verið að drepast vegna sýkingar, svo áhöfnin á Kap sló til og kastaði nótinni við Básaskersbryggjuna, þar sem nokkur hundruð tonn fengust.

Þjófagengi á ferð við Sauðárkrók

Lögreglan á Sauðárkróki sleppti, að loknum yfirheyrslum í nótt, fimm af þeim sex manneskjum, sem hún handtók í gær vegna ýmissa afbrota.

Ökumaður nær meðvitundarlaus af ölvun

Ofurölvi ökumaður var stöðvaður í Höfðahverfi í Reykjavík undir morgun og reyndist áfengismagn í blóði hans vera sex til sjö sinnum yfir leyfilegu hámarki. Samkvæmt þeirri mælingu hefði hann átt að vera löngu sofnaður áfengisdauða.

Umfangsmesta kannabisræktun sögunnar stöðvuð á Kjalarnesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu á Kjalarnesi nú í kvöld. Um er að ræða kannabisræktun í Iðnaðarhúsnæði en tveir voru handteknir vegna málsins. Einnig fannst lítilræði af hvítu dufti á svæðinu.

Skrifstofu Atlantsskipa lokað í dag

Skrifstofa Atlantsskipa í Hafnarfirði var ekki starfrækt í dag. Um 10 manns vinna á skrifstofunni sem var ekki opin vegna erfiðleika í rekstri. Símon Kjærnested stjórnarmaður Atlantsskipa vonast til þess að félagið komist yfir umrædda erfiðleika en flutningar til og frá landinu hafa verið afar litlir upp á síðkastið. Öllum starfsmönnum félagsins hefur verið sagt upp störfum.

Samningar Nýsis og Hafnarfjarðarbæjar í uppnámi

Samningar Nýsis og Hafnarfjarðarbæjar eru í ákveðnu uppnámi að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. Um er að ræða samninga sem Hafnarfjarðarbær gerði við Nýsi um rekstur tveggja íþróttahúsa, leikskóla og grunnskóla sem félagið byggði. Lúðvík segir Hafnarfjarðarbæ hafa verið ósáttan við samningana frá upphafi og vonast til þess að niðurstaða náist fljótlega í málinu. Fasteignahluti Nýsis var tekinn til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu.

Sjö kærðir fyrir of hraðan akstur

Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í dag. Sá er ók hraðast var á 125 km hraða á Grindavíkurvegi, en hámarkshraði þar er 90 km/klst.

Vilja að Samfylking og VG gangi bundnir til kosninga

Stjórn Samfylkingarinnar á Ísafirði hvetur forystu flokksins til þess að taka upp viðræður við Vinstri græna um að flokkarnir gangi bundnir til kosninga, þannig að fái þeir fylgi, myndi þeir ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar.

Undrast ályktun Eyjamanna

Eins og þekkt er þá hefur RSÍ umfram önnur stéttarfélög frekar valið að vera með marga kjarasamninga en einn eins og sum stéttarfélög. Í vetur hefur RSÍ tekist ágætlega að ganga að frá þessum samningum eins og reyndar ætlast er til að kjarasamningar séu endurnýjaðir þegar þeir renna út. En almenni samningur sambandsins hefur einn fylgt hinu svokallaða samfloti ASÍ.

Fréttaskýring: Saga Baugsveldisins

Saga Baugsveldisins spannar 20 ár. Frá því að fyrsta Bónusverslunin var opnuð árið 1989 og til dagsins í dag var vöxtur félagsins gríðarlegur. Baugur tók yfir stóran hluta af breskri smávöruverslun, og stimplaði sig þar með rækilega inn í breskt efnahagslíf.

Segja ríkið ekki standa við samkomulag um húsaleigubætur

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var um sl. mánaðamót, var m.a. fjallað um húsaleigubætur og fjárvöntun vegna hlutar ríkisins í húsaleigubótum. Á fundinum var upplýst að fjárvöntunin vegna ársins 2008 er um 147 m.kr. og miðað við fjárheimildir í fjárlögum ársins 2009 mun vanta um 229 m.kr. upp á að ríkissjóður standi við samkomulag ríkissjóðs og sambandsins frá 7. apríl 2008 um fjárhæðir húsaleigubóta og greiðsluhlutfall ríkis og sveitarfélaga.

Seðlabankinn mismunar við afgreiðslu á gjaldeyri

Seðlabanki Íslands mismunar einstaklingum og fyrirtækjum við afgreiðslu á gjaldeyri, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem segir að menn virðist geta fengið undanþágur ef þeir eiga góða vini á réttum stöðum.

Miðstýring á að minnka hjá lögreglu

Meiriháttar skiplagsbreytingar eru framundan hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm sjálfstæðar lögreglustöðvar verða settar upp, miðstýring minnkar og fjölmennara lið lögreglu fer út í hverfin.

Segja Landsbankann ekki hafa afskrifaði milljónir Björgvins

Lansbankinn hefur aldrei afskrifað neinar kröfur á Björgvin G. Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra. Þar með staðfestir bankinn orð Björgvins í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag. Það er fréttavefurinn sunnlendingur.is sem sem segist hafa fengið gögn í hendurnar sem staðfesti þetta.

Saka stjórn HB-Granda um að fegra bókhaldið

Miðstjórn ASÍ telur tillögu stjórnar HB-Granda um hundruð milljón króna arðgreiðslur til eigenda siðlausa við núverandi aðstæður og skorar á stjórnina að draga tillöguna til baka ella greiða starfsfólki áður umsamdar launahækkanir án tafar.

Rýmingu aflétt í Bolungarvík

Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur afturkallað hættustig á reit 4 í Bolungarvík og er rýmingu aflétt því samfara. Óvissustig er þó áfram á reitnum.

Byr vill leysa erlenda tékkamálið

„Almenna reglan er að selja ekki erlenda tékka nema okkar viðskiptavinum. Við leitum þó allra leiða til að aðstoða fólki með slík mál og erum tilbúin að skoða hvert mál fyrir sig," segir markaðsfulltrúi Byrs, Salóme Rúnarsdóttir, varðandi vandkvæði Kanadafara sem vilja fá erlenda tékka þannig þeir geti borgað umsýslugjald vegna atvinuleyfis út í Kanada.

Lýsa vantrausti á störf forseta og samninganefndar ASÍ

Drífandi stéttarfélag fagnar góðum uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækja undanfarið. Staða margra fyrirtækja er góð þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu. Það sýnir að málflutningur þeirra stéttarfélaga er kröfðust þess að launahækkunin kæmi til framkvæmda 1. mars, var hárréttur.

Byrgisstelpa stal frá nágrannanum

Ólöf Ósk Erlendsdóttir var dæmd í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, fíkniefnabrot og hylmingu auk eignaspjalla. Þar á meðal stal hún margvísislegum hlutum frá nágranna sínum sem bjó í sama fjölbýlishúsi og hún sjálf.

Heilaskaddaður dæmdur fyrir kynferðisbrot

Karlmaður var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni í Héraðsdómi Austurlands í dag. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa káfað á brjótum utanklæða og innanklæða á fótlegg konu og báðum innanverðum lærum. Kynferðisbrotið átti sér stað á heimili konunnar í lok ágúst árið 2008 en þau voru kunnug.

Hraðakstur minnkar í Hafnarfirði

Sjö ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði.

Framboðsfrestur til Alþingis rennur út á föstudaginn langa

Alþingi samþykkti í hádeginu frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um Alþingiskosningar. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að framboðsfrestur fyrir þingkosningarnar renni út klukkan tólf á föstudaginn langa. Frestur til að tilkynna framboð rennur sem sagt út klukkan 12 á hádegi 11 dögum fyrir kjördag í stað 15 daga eins og nú er og auglýsingar á framboðum skulu birtast eigi síðar en fimm dögum fyrir kjördag í stað tíu daga.

Sjá næstu 50 fréttir