Innlent

Steingrímur skipar stjórn ÁTVR

Frá verslun ÁTVR.
Frá verslun ÁTVR.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur skipað Aðalheiði Héðinsdóttur sem formann stjórnar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ráðherra hefur einni gert tvenns konar breytingar á reglugerð um stofnunina.

Annars vegar er ákvæðum reglugerðarinnar um álagningu ÁTVR á áfengi og tóbaki breytt til samræmis við breytingar sem gerðar voru á lögum í haust. Hins vegar eru gerðar breytingar á ákvæðum um stjórnina þannig að stjórnarmönnum er fjölgað út þremur í fimm og stjórnin er skipuð til ársloka 2009.

Þá hefur Steingrímur ákveðið að skipa starfshóp sem hefur það hlutverk að gera heildstæða úttekt á áfengislöggjöfinni. Meðal verkefna starfshópsins er að leggja mat á lagaumhverfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, áfengisauglýsingar og markaðssetningu áfengis.



Aðalmenn í stjórn ÁTVR eru: Aðalheiður Héðinsdóttir formaður, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir varaformaður, Eyjólfur Eysteinsson, Sigurður M. Magnússon og Maríanna Jónasdóttir

Varamenn eru: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Helga A. Erlingsdóttir, Bryndís Friðgeirdóttir, Dögg Pálsdóttir og Þórður Reynisson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×