Fleiri fréttir Lúðvík Geirsson: Dómur héraðsdóms er fagnaðarefni „Þetta er fullnaðarsigur, nákvæmlega í anda þess sem ég átti alla tíð von á,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar um nýfallinn dóm í máli bæjarins gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Bærinn vildi að OR stæði við gerðan samning um sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja og á þau sjónarmið féllst dómarinn í morgun. Orkuveitan þarf því að greiða bænum 7,6 milljarða króna auk dráttarvaxta. „Í okkar huga hefur þetta verið skýrt. Við gengum frá lögmætum samningi og gengum að tilboði Orkuveitunnar. Það var þeirra að standa við það samkomulag. Dómurinn er afdráttarlaus í því og ég fagna því að þetta sé út af borðinu.“ 18.3.2009 10:49 Orkuveitan þarf að greiða Hafnarfjarðarbæ 7,6 milljarða Hafnarfjarðarbær hafði betur í dag í dómsmáli gegn Orkuveitu Reykjavíkur og þarf Orkuveitan að greiða bæjarfélaginu rúma 7,6 milljarða króna auk dráttarvaxta, gegn afhendingu á hlutum í HS Orku hf. og HS Veitum hf., eða Hitaveitu Suðurnesja, auk 1500 þúsund króna í málskostnað. 18.3.2009 10:08 Brandendurnar mættar Fyrstu brandendurnar komu til landsins í gær og sáust í Hornafirði. Vefurinn Sunnlendingur hefur það eftir Brynjólfi Brynjólfssyni, starfsmanni Fuglaathugunarstöðvar Suðurlands, að þær séu á nákvæmlega réttum tíma miðað við undanfarin ár. Þá sást einnig stór gæsahópur fljúga til lands á Hornafirði í gær. 18.3.2009 07:21 Þungatakmarkanir á vegum víða um land Hálka er næstum horfin af öllum þjóðvegum landsins nema hvað hálkublettir eru sums staðar enn á fjallvegum, einkum á Vestfjörðum. Hins vegar hefur Vegagerðin gripið til þungatakmarkana á þjóðvegum víða um land vegna hættu á slitlagsskemmdum, þegar frost er að fara úr vegunum. Nánar má fræðast um það á vef Vegagerðarinnar. 18.3.2009 07:17 Steypuklumpar féllu af tengivagni Mildi þykir að ekki fór verr þegar tengivagn losnaði aftan úr dráttarbíl á mótum Grensásvegar og Fellsmúla í gærkvöldi og níðþungir steypuklumpar losnuðu á vagninum og féllu á götuna. 18.3.2009 07:14 Flett ofan af bruggurum Lögregla upprætti bruggstarfsemi í iðnaðarhúsi við Stórhöfða í Reykjavík í gærkvöldi og handtók tvo menn á staðnum. Hald var lagt á um það bil 200 lítra af gambra og tæki til að sjóða hann. 18.3.2009 07:11 Skinney sloppin af hættusvæði Fiskiskipið Skinney, sem er á heimleið frá Tævan, þar sem það var smíðað, er nú komið í gegnum hættusvæðið við Sómalíu, þar sem sjóræningjar hafa herjað á skip og rænt þeim. Eins og við greindum frá fyrir helgi var nokkrum skipum safnað saman á mörkum svæðisins og síðan var siglt í skipalest undir herskipavernd í gegnum svæðið. 18.3.2009 07:07 Kveikt í mannlausum jeppa Grunur leikur á að kveikt hafi verið í mannlausum jeppa sem stóð úti í kanti á Reykjanesbrautinni í grennd við Reykjanesbæ í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang um fjögurleytið í nótt var bíllinn alelda og var kallað á slökkvilið til að slökkva í honum. Hann er gjörónýtur og var flakið flutt til Keflavíkur til nánari rannsóknar. 18.3.2009 07:05 Dóttir Fritzl bar vitni gegn föður sínum í dag Elísabet dóttir Josef Fritzl, sem ákærður hefur fyrir að hafa haldið henni nauðugri í kjallara heimilis þeirra árum saman og getið með henni sjö börn, bar vitni gegn honum í gegnum myndbandsupptöku við réttarhöldin í dag. 17.3.2009 21:56 Reglum breytt til hagsbóta fyrir framleiðendur á landsbyggðinni Gerðar hafa verið breytingar á vöruvalsreglum ÁTVR sem munu leiða til mikils sparnaðar í dreifingarkostnaði fyrir framleiðendur á landsbyggðinni. Breytingarnar fela í sér að við sérstakar aðstæður getur ÁTVR samið beint við birgja um afhendingu vöru, sem ætluð er til dreifingar á nærsvæði framleiðenda, á öðrum dreifingarstað en í vöruhúsi ÁTVR á Stuðlahálsi. 17.3.2009 21:23 Lítill tilgangur með siðareglum kjörinna fulltrúa Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi segir siðareglur kjörinna fulltrúa hafa harla lítinn tilgang á meðan kjörnir fulltrúar vilja ekki gefa upp þau fjárframlög og styrki sem þeir hafa þegið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi en á fundi borgarstjórnar í dag var m.a. ræt tum fjárframlög til kjörinna fulltrúa og siðareglur borgarfulltrúa. 17.3.2009 21:18 Rafmagn komið á í Grafarholti Rafmagn komst á að nýju í Grafarholti kl. 20:55 - en háspennubilun orsakaði rafmagnsleysi í norðanverðum hluta Grafarholts um kl. 20:20. 17.3.2009 20:32 300 lítrar af gambra í bruggverksmiðju uppi á Höfða Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lokaði bruggverksmiðju í Iðnaðarhúsnæði uppi á Stórhöfða seinni partinn í dag. Að sögn varðstjóra voru um 300 lítrar af gambra gerðir upptækir auk eimingartækja. Einn var handtekinn vegna málsins. 17.3.2009 18:53 Segir arðgreiðslur HB Granda siðlausar Eitt prósent af hagnaði HB Granda á síðasta ári gæti staðið undir þeim launahækkunum sem teknar voru af almennu starfsfólki fyrirtækisins með samningi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segir arðgreiðslurnar siðlausar. 17.3.2009 18:45 Skuldir þjóðarbúsins meiri en haldið var Skuldir þjóðarbúsins eru mun meiri en hingað til hefur verið talið eða allt að 200 prósent af landsframleiðslu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja tillögur frá stjórnarandstöðunni myndu auka enn á vandann. 17.3.2009 19:00 Indefence mótmælti við breska þinghúsið Indefence hópurinn afhenti í dag breskum þingmönnum mótmælaskjal vegna beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi í haust. Áttatíu og þrjú þúsund manns höfðu skrifað undir skjalið. 17.3.2009 18:45 Alveg eins hægt að banna tískusýningar Það er með ólíkindum að meðan landið brennur virðast öfgahópar stjórna því sem gerist á ríkisstjórnarfundum segir Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger, sem telur alveg eins hægt að banna tískusýningar. Hann hyggst láta lögfræðinga fara yfir réttarstöðu sína gagnvart aðgerðum ríkisstjórnarinnar. 17.3.2009 18:30 Félagsmálaráðherra: Mansal verður ekki liðið Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sem í dag kynnti aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali, fagnar aðgerðaáætluninni og segir „að með henni sé langþráðum áfanga náð í baráttunni gegn mansali á Íslandi.“ Að sögn Ástu er mansal eitt andstyggilegasta form skipulagðrar alþjóðlegrar glæpastarfsemi og miklu skiptir að koma lögum yfir þá sem það stunda og veita fórnarlömbum þess vernd og aðstoð. „Skilaboð stjórnvalda eru skýr, hér verður mansal ekki liðið," segir Ásta. 17.3.2009 16:49 Segist hafa útskýrt málin fyrir dómara Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, mun halda áfram sem skiptastjóri þrotabús Baugs, þrátt fyrir gagnrýni í fjölmiðlum vegna starfa sem lögmannsstofan Logos, sem Erlendur er meðeigandi í, vann vegna 17.3.2009 16:47 Lögreglan haldlagði 300 kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúð í Kópavogi í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 300 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar en íbúðin var undirlögð af þessari starfsemi. 17.3.2009 16:20 Þrjár formlegar kvartanir til Jafnréttisstofu Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Jafnréttisstofu borist formleg kvörtun vegna kosningar í bankaráð Seðlabankans. Í tilkynningu frá Jafnréttisstofu kemur ennfremur fram að formlegar kvartanir hafi einnig borist vegna skipana í í bankaráð Nýja Kaupþings og í stjórnarskrárnefnd. Jafnréttisráð segist líta á öll möguleg brot á jafnréttislögum alvarlegum augum og mun því taka kvartanirnar til afgreiðslu. 17.3.2009 16:13 Nektardansstaðir verði bannaðir með öllu Í aðgerðaráætlun þeirri sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag og beinist gegn mansali, er gert ráð fyrir því að nektardansstaðir verði bannaðir með öllu. 17.3.2009 15:05 Ráðherrar þurfa nú þegar að greina frá hagsmunum sínum Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag að tillögur sem lagðar voru fyrir Alþingi í gær um reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings eigi þegar í stað að gilda um ráðherra í ríkisstjórninni. 17.3.2009 14:06 Karpað um kostnað við stjórnlagaþing Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á fyrirhuguðum kostnaði við boðað stjórnlagaþing í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Eins og greint var frá í gær telur fjármálaráðuneytið að stjórnlagaþing muni kosta frá 1,1 milljarði króna og allt að 2,2 milljörðum. 17.3.2009 13:48 Reykur barst frá Sjúkrahúsi Vestmannaeyja Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út tvisvar í síðustu viku en í báðum tilvikum var um minniháttar bruna að ræða og lítið tjón. 17.3.2009 12:32 Kostnaður við skrifstofu hjá Evrópulögreglunni tvöfaldaðist Kostnaður við rekstur skrifstofu Ríkislögreglustjóra hjá Evrópulögreglunni í fyrra var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tengslafulltrúi Ríkislögreglustjóra segir dómsmálaráðuneytið nú kanna framtíðarfyrirkomulag starfsins. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir það þegar hafa skipt sköpum við lausn stórra glæpamála. 17.3.2009 12:11 Ekki einfalt mál að gæta að kynjahlutfalli að óbreyttu Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. 17.3.2009 12:06 Niðurstaða prófkjörs Samfylkingarinnar í SV staðfest Öllum leikreglum var fylgt í þaula í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um helgina og staðfestir stjórn Kjördæmaráðs Samfylkingarinnar niðurstöðu prófkjörsins. 17.3.2009 11:26 Hættuástandi lýst yfir í Bolungarvík að nýju Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir óvissustigi í Bolungarvík og samfara því hættustigi á reit 4 í Bolungarík. Rýming er hafin. Á reit 4 eru eftirtalin hús: Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 17.3.2009 11:10 LÍÚ skilur ekki kvartanir Norðmanna um makrílveiðarnar "Réttur okkur til þessara veiða er óskoraður og það er ekki við okkur að sakast þótt við þurfum að setja veiðiheimildir einhliða. Ósk okkar um að fá að koma að stjórn veiða úr makrílstofninum í NA-Atlantshafi hefur ítrekað verið hafnað. Í því ljósi eru þetta óskiljanlegar kvartanir Norðmanna," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. 17.3.2009 10:53 Bifreið sem lýst var eftir fannst í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í morgun að jepplingi sem stolið var við fjölbýlishús í Engihjalla í Kópavogi um sexleytið á sunnudagskvöld. Síðar kom í ljós að bíllinn fannst í nótt í Dugguvogi. 17.3.2009 10:48 Ekki fleiri börn fæðst síðan 1960 Rösklega 4800 börn fæddust hérlendis á síðasta ári og er kynjaskiptingin nokkuð jöfn. Þetta eru umtalsvert fleiri börn en ári áður, en þá fæddust hér um 4600 börn. Aðeins tvisvar í sögu Íslands hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heiminn á einu ári, en það var árin 1960 og 1959. 17.3.2009 09:28 Lækkun krónunnar ekki sú vítamínsprauta sem spáð var Lækkun krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum ætlar ekki að verða sú vítamínsprauta fyrir ferðaþjónustuna hér á landi sem búist var við. 17.3.2009 07:08 Grunaðir um innbrot í Tölvulistann Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn í bíl á Reykjanesbraut í gærkvöldi, grunaða um innbrot í Tölvulistann í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið. 17.3.2009 07:04 Mikið annríki hjá Björgunarsveitum Árnessýslu Mikið annríki var hjá Björgunarsveitum Árnessýslu síðustu vikuna. Fyrsta útkallið var á laugardaginn 7.mars en þá var sveitin kölluð út vegna konu sem hafði fótbrotnað í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði og var hún flutt á Björgunarskel til byggða þar sem sjúkrabíll flutti hana á Slysadeild í Fossvogi. Björgunarfélagið Árborg og Mannbjörg í Þorlákshöfn voru eining kölluð út. 16.3.2009 22:37 Snjóflóð féll vegna vélsleðamanns á Ólafsfirði Fimm til sex hundruð metra langt snjóflóð féll úr fjallinu fyrir ofan Ólafsfjörð í gær. Setja á upp snjóflóðavarnargarð sem verja á Dvalarheimilið Hólabrekku en flóðið fór um fimm hundruð metra sunnar en varnargarðurinn á að vera. Jón Konráðsson yfirlögregluþjónn á Ólafsfirði segir vélsleðamann hafa komið flóðin af stað en enginn var í teljanlegri hættu. 16.3.2009 20:16 Línurnar lagðar í komandi kosningabaráttu Þær Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti í prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík eru greinilega byrjaðar að skipuleggja komandi kosningaslag. Í tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum og þær sendu á samflokkssystkini sín kemur fram að mikilvægast sé að benda á það sem Viðskiptaráð, Sjálfstæiðsflokkurinn, Heimdallur og allir hinir sögðu. 16.3.2009 19:30 Ísland numið á árunum 700 til 750 Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð. 16.3.2009 19:06 Afnotadeild Rúv: Yfir 100 milljónir í vanskilum Afnotadeild Ríkisútvarpsins gerir ráð fyrir að vanskil um sex þúsund heimila verði send til lögfræðiinnheimtu í lok vikunnar. Yfir hundrað milljónir króna eru í vanskilum. 16.3.2009 19:00 Slök útkoma helstu umhverfissinna Hörðustu talsmenn umhverfisverndar fengu slaka útkomu í prófkjörum Samfylkingar og Vinstri grænna. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kveðst þó hafa mestar áhyggjur af því að í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki séu engir til umræðu um þennan málaflokk. 16.3.2009 18:57 Framhaldsskóli rís við utanverðan Eyjafjörð Í dag var skrifað undir samkomulag um byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrituðu samninginn sem lengi hefur verið beðið eftir. 16.3.2009 18:54 Leikskólastarfsmanni sem löðrungaði sagt upp í dag Starfsmanni, sem löðrungaði fimm ára gamlan dreng á leikskóla í Reykjavík, var sagt upp í dag. Leikskólasviðsstjóri Reykjavíkurborgar harmar atvikið og segir svona framkomu ekki liðna. Móðir drengsins fagnar þessum málalyktum. 16.3.2009 18:30 Neitað um skýrslur vegna bankaleyndar - þrjú mál til skoðunar Fjármálaeftirlitið á ekki að grisja þær upplýsingar sem sérstakur saksóknari fær segir þingmaður vinstri grænna. Embættið hefur óskað eftir skýrslum endurskoðenda um gömlu bankanna frá Fjármálaeftirlitinu en verið neitað á grundvelli bankaleyndar. Þrjú mál eru komin inn á borð hjá sérstökum saksóknara. 16.3.2009 18:19 Þingmenn skrái og birti fjárhagslega hagsmuni sína Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings. Í reglunum er kveðið á um að skrifstofa Alþingis skuli halda skrá, og birta opinberlega, um fjárhagslega hagsmuni alþingismanna svo og um trúnaðarstörf þeirra utan þings. Með setningu reglnanna ætlast forsætisnefnd til þess að alþingismenn skrái fjárhagslega hagsmuni sína og birti þá opinberlega. 16.3.2009 17:16 Nýtt bankaráð skipað í Seðlabankann Nýtt bankaráð Seðlabankans hefur verið skipað á Alþingi. Tveir listar voru lagðir fram á þingi. Á listunum voru annars vegar þeir sem stjórnarflokkarnir vildu hafa í ráðinu og hinsvegar fulltrúar minnihlutans. Sjálfkjörið var í ráðið. 16.3.2009 16:18 Sjá næstu 50 fréttir
Lúðvík Geirsson: Dómur héraðsdóms er fagnaðarefni „Þetta er fullnaðarsigur, nákvæmlega í anda þess sem ég átti alla tíð von á,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar um nýfallinn dóm í máli bæjarins gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Bærinn vildi að OR stæði við gerðan samning um sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja og á þau sjónarmið féllst dómarinn í morgun. Orkuveitan þarf því að greiða bænum 7,6 milljarða króna auk dráttarvaxta. „Í okkar huga hefur þetta verið skýrt. Við gengum frá lögmætum samningi og gengum að tilboði Orkuveitunnar. Það var þeirra að standa við það samkomulag. Dómurinn er afdráttarlaus í því og ég fagna því að þetta sé út af borðinu.“ 18.3.2009 10:49
Orkuveitan þarf að greiða Hafnarfjarðarbæ 7,6 milljarða Hafnarfjarðarbær hafði betur í dag í dómsmáli gegn Orkuveitu Reykjavíkur og þarf Orkuveitan að greiða bæjarfélaginu rúma 7,6 milljarða króna auk dráttarvaxta, gegn afhendingu á hlutum í HS Orku hf. og HS Veitum hf., eða Hitaveitu Suðurnesja, auk 1500 þúsund króna í málskostnað. 18.3.2009 10:08
Brandendurnar mættar Fyrstu brandendurnar komu til landsins í gær og sáust í Hornafirði. Vefurinn Sunnlendingur hefur það eftir Brynjólfi Brynjólfssyni, starfsmanni Fuglaathugunarstöðvar Suðurlands, að þær séu á nákvæmlega réttum tíma miðað við undanfarin ár. Þá sást einnig stór gæsahópur fljúga til lands á Hornafirði í gær. 18.3.2009 07:21
Þungatakmarkanir á vegum víða um land Hálka er næstum horfin af öllum þjóðvegum landsins nema hvað hálkublettir eru sums staðar enn á fjallvegum, einkum á Vestfjörðum. Hins vegar hefur Vegagerðin gripið til þungatakmarkana á þjóðvegum víða um land vegna hættu á slitlagsskemmdum, þegar frost er að fara úr vegunum. Nánar má fræðast um það á vef Vegagerðarinnar. 18.3.2009 07:17
Steypuklumpar féllu af tengivagni Mildi þykir að ekki fór verr þegar tengivagn losnaði aftan úr dráttarbíl á mótum Grensásvegar og Fellsmúla í gærkvöldi og níðþungir steypuklumpar losnuðu á vagninum og féllu á götuna. 18.3.2009 07:14
Flett ofan af bruggurum Lögregla upprætti bruggstarfsemi í iðnaðarhúsi við Stórhöfða í Reykjavík í gærkvöldi og handtók tvo menn á staðnum. Hald var lagt á um það bil 200 lítra af gambra og tæki til að sjóða hann. 18.3.2009 07:11
Skinney sloppin af hættusvæði Fiskiskipið Skinney, sem er á heimleið frá Tævan, þar sem það var smíðað, er nú komið í gegnum hættusvæðið við Sómalíu, þar sem sjóræningjar hafa herjað á skip og rænt þeim. Eins og við greindum frá fyrir helgi var nokkrum skipum safnað saman á mörkum svæðisins og síðan var siglt í skipalest undir herskipavernd í gegnum svæðið. 18.3.2009 07:07
Kveikt í mannlausum jeppa Grunur leikur á að kveikt hafi verið í mannlausum jeppa sem stóð úti í kanti á Reykjanesbrautinni í grennd við Reykjanesbæ í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang um fjögurleytið í nótt var bíllinn alelda og var kallað á slökkvilið til að slökkva í honum. Hann er gjörónýtur og var flakið flutt til Keflavíkur til nánari rannsóknar. 18.3.2009 07:05
Dóttir Fritzl bar vitni gegn föður sínum í dag Elísabet dóttir Josef Fritzl, sem ákærður hefur fyrir að hafa haldið henni nauðugri í kjallara heimilis þeirra árum saman og getið með henni sjö börn, bar vitni gegn honum í gegnum myndbandsupptöku við réttarhöldin í dag. 17.3.2009 21:56
Reglum breytt til hagsbóta fyrir framleiðendur á landsbyggðinni Gerðar hafa verið breytingar á vöruvalsreglum ÁTVR sem munu leiða til mikils sparnaðar í dreifingarkostnaði fyrir framleiðendur á landsbyggðinni. Breytingarnar fela í sér að við sérstakar aðstæður getur ÁTVR samið beint við birgja um afhendingu vöru, sem ætluð er til dreifingar á nærsvæði framleiðenda, á öðrum dreifingarstað en í vöruhúsi ÁTVR á Stuðlahálsi. 17.3.2009 21:23
Lítill tilgangur með siðareglum kjörinna fulltrúa Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi segir siðareglur kjörinna fulltrúa hafa harla lítinn tilgang á meðan kjörnir fulltrúar vilja ekki gefa upp þau fjárframlög og styrki sem þeir hafa þegið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi en á fundi borgarstjórnar í dag var m.a. ræt tum fjárframlög til kjörinna fulltrúa og siðareglur borgarfulltrúa. 17.3.2009 21:18
Rafmagn komið á í Grafarholti Rafmagn komst á að nýju í Grafarholti kl. 20:55 - en háspennubilun orsakaði rafmagnsleysi í norðanverðum hluta Grafarholts um kl. 20:20. 17.3.2009 20:32
300 lítrar af gambra í bruggverksmiðju uppi á Höfða Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lokaði bruggverksmiðju í Iðnaðarhúsnæði uppi á Stórhöfða seinni partinn í dag. Að sögn varðstjóra voru um 300 lítrar af gambra gerðir upptækir auk eimingartækja. Einn var handtekinn vegna málsins. 17.3.2009 18:53
Segir arðgreiðslur HB Granda siðlausar Eitt prósent af hagnaði HB Granda á síðasta ári gæti staðið undir þeim launahækkunum sem teknar voru af almennu starfsfólki fyrirtækisins með samningi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segir arðgreiðslurnar siðlausar. 17.3.2009 18:45
Skuldir þjóðarbúsins meiri en haldið var Skuldir þjóðarbúsins eru mun meiri en hingað til hefur verið talið eða allt að 200 prósent af landsframleiðslu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja tillögur frá stjórnarandstöðunni myndu auka enn á vandann. 17.3.2009 19:00
Indefence mótmælti við breska þinghúsið Indefence hópurinn afhenti í dag breskum þingmönnum mótmælaskjal vegna beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi í haust. Áttatíu og þrjú þúsund manns höfðu skrifað undir skjalið. 17.3.2009 18:45
Alveg eins hægt að banna tískusýningar Það er með ólíkindum að meðan landið brennur virðast öfgahópar stjórna því sem gerist á ríkisstjórnarfundum segir Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger, sem telur alveg eins hægt að banna tískusýningar. Hann hyggst láta lögfræðinga fara yfir réttarstöðu sína gagnvart aðgerðum ríkisstjórnarinnar. 17.3.2009 18:30
Félagsmálaráðherra: Mansal verður ekki liðið Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sem í dag kynnti aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali, fagnar aðgerðaáætluninni og segir „að með henni sé langþráðum áfanga náð í baráttunni gegn mansali á Íslandi.“ Að sögn Ástu er mansal eitt andstyggilegasta form skipulagðrar alþjóðlegrar glæpastarfsemi og miklu skiptir að koma lögum yfir þá sem það stunda og veita fórnarlömbum þess vernd og aðstoð. „Skilaboð stjórnvalda eru skýr, hér verður mansal ekki liðið," segir Ásta. 17.3.2009 16:49
Segist hafa útskýrt málin fyrir dómara Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, mun halda áfram sem skiptastjóri þrotabús Baugs, þrátt fyrir gagnrýni í fjölmiðlum vegna starfa sem lögmannsstofan Logos, sem Erlendur er meðeigandi í, vann vegna 17.3.2009 16:47
Lögreglan haldlagði 300 kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúð í Kópavogi í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 300 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar en íbúðin var undirlögð af þessari starfsemi. 17.3.2009 16:20
Þrjár formlegar kvartanir til Jafnréttisstofu Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Jafnréttisstofu borist formleg kvörtun vegna kosningar í bankaráð Seðlabankans. Í tilkynningu frá Jafnréttisstofu kemur ennfremur fram að formlegar kvartanir hafi einnig borist vegna skipana í í bankaráð Nýja Kaupþings og í stjórnarskrárnefnd. Jafnréttisráð segist líta á öll möguleg brot á jafnréttislögum alvarlegum augum og mun því taka kvartanirnar til afgreiðslu. 17.3.2009 16:13
Nektardansstaðir verði bannaðir með öllu Í aðgerðaráætlun þeirri sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag og beinist gegn mansali, er gert ráð fyrir því að nektardansstaðir verði bannaðir með öllu. 17.3.2009 15:05
Ráðherrar þurfa nú þegar að greina frá hagsmunum sínum Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag að tillögur sem lagðar voru fyrir Alþingi í gær um reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings eigi þegar í stað að gilda um ráðherra í ríkisstjórninni. 17.3.2009 14:06
Karpað um kostnað við stjórnlagaþing Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á fyrirhuguðum kostnaði við boðað stjórnlagaþing í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Eins og greint var frá í gær telur fjármálaráðuneytið að stjórnlagaþing muni kosta frá 1,1 milljarði króna og allt að 2,2 milljörðum. 17.3.2009 13:48
Reykur barst frá Sjúkrahúsi Vestmannaeyja Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út tvisvar í síðustu viku en í báðum tilvikum var um minniháttar bruna að ræða og lítið tjón. 17.3.2009 12:32
Kostnaður við skrifstofu hjá Evrópulögreglunni tvöfaldaðist Kostnaður við rekstur skrifstofu Ríkislögreglustjóra hjá Evrópulögreglunni í fyrra var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tengslafulltrúi Ríkislögreglustjóra segir dómsmálaráðuneytið nú kanna framtíðarfyrirkomulag starfsins. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir það þegar hafa skipt sköpum við lausn stórra glæpamála. 17.3.2009 12:11
Ekki einfalt mál að gæta að kynjahlutfalli að óbreyttu Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. 17.3.2009 12:06
Niðurstaða prófkjörs Samfylkingarinnar í SV staðfest Öllum leikreglum var fylgt í þaula í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um helgina og staðfestir stjórn Kjördæmaráðs Samfylkingarinnar niðurstöðu prófkjörsins. 17.3.2009 11:26
Hættuástandi lýst yfir í Bolungarvík að nýju Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir óvissustigi í Bolungarvík og samfara því hættustigi á reit 4 í Bolungarík. Rýming er hafin. Á reit 4 eru eftirtalin hús: Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 17.3.2009 11:10
LÍÚ skilur ekki kvartanir Norðmanna um makrílveiðarnar "Réttur okkur til þessara veiða er óskoraður og það er ekki við okkur að sakast þótt við þurfum að setja veiðiheimildir einhliða. Ósk okkar um að fá að koma að stjórn veiða úr makrílstofninum í NA-Atlantshafi hefur ítrekað verið hafnað. Í því ljósi eru þetta óskiljanlegar kvartanir Norðmanna," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. 17.3.2009 10:53
Bifreið sem lýst var eftir fannst í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í morgun að jepplingi sem stolið var við fjölbýlishús í Engihjalla í Kópavogi um sexleytið á sunnudagskvöld. Síðar kom í ljós að bíllinn fannst í nótt í Dugguvogi. 17.3.2009 10:48
Ekki fleiri börn fæðst síðan 1960 Rösklega 4800 börn fæddust hérlendis á síðasta ári og er kynjaskiptingin nokkuð jöfn. Þetta eru umtalsvert fleiri börn en ári áður, en þá fæddust hér um 4600 börn. Aðeins tvisvar í sögu Íslands hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heiminn á einu ári, en það var árin 1960 og 1959. 17.3.2009 09:28
Lækkun krónunnar ekki sú vítamínsprauta sem spáð var Lækkun krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum ætlar ekki að verða sú vítamínsprauta fyrir ferðaþjónustuna hér á landi sem búist var við. 17.3.2009 07:08
Grunaðir um innbrot í Tölvulistann Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn í bíl á Reykjanesbraut í gærkvöldi, grunaða um innbrot í Tölvulistann í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið. 17.3.2009 07:04
Mikið annríki hjá Björgunarsveitum Árnessýslu Mikið annríki var hjá Björgunarsveitum Árnessýslu síðustu vikuna. Fyrsta útkallið var á laugardaginn 7.mars en þá var sveitin kölluð út vegna konu sem hafði fótbrotnað í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði og var hún flutt á Björgunarskel til byggða þar sem sjúkrabíll flutti hana á Slysadeild í Fossvogi. Björgunarfélagið Árborg og Mannbjörg í Þorlákshöfn voru eining kölluð út. 16.3.2009 22:37
Snjóflóð féll vegna vélsleðamanns á Ólafsfirði Fimm til sex hundruð metra langt snjóflóð féll úr fjallinu fyrir ofan Ólafsfjörð í gær. Setja á upp snjóflóðavarnargarð sem verja á Dvalarheimilið Hólabrekku en flóðið fór um fimm hundruð metra sunnar en varnargarðurinn á að vera. Jón Konráðsson yfirlögregluþjónn á Ólafsfirði segir vélsleðamann hafa komið flóðin af stað en enginn var í teljanlegri hættu. 16.3.2009 20:16
Línurnar lagðar í komandi kosningabaráttu Þær Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti í prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík eru greinilega byrjaðar að skipuleggja komandi kosningaslag. Í tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum og þær sendu á samflokkssystkini sín kemur fram að mikilvægast sé að benda á það sem Viðskiptaráð, Sjálfstæiðsflokkurinn, Heimdallur og allir hinir sögðu. 16.3.2009 19:30
Ísland numið á árunum 700 til 750 Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð. 16.3.2009 19:06
Afnotadeild Rúv: Yfir 100 milljónir í vanskilum Afnotadeild Ríkisútvarpsins gerir ráð fyrir að vanskil um sex þúsund heimila verði send til lögfræðiinnheimtu í lok vikunnar. Yfir hundrað milljónir króna eru í vanskilum. 16.3.2009 19:00
Slök útkoma helstu umhverfissinna Hörðustu talsmenn umhverfisverndar fengu slaka útkomu í prófkjörum Samfylkingar og Vinstri grænna. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kveðst þó hafa mestar áhyggjur af því að í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki séu engir til umræðu um þennan málaflokk. 16.3.2009 18:57
Framhaldsskóli rís við utanverðan Eyjafjörð Í dag var skrifað undir samkomulag um byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrituðu samninginn sem lengi hefur verið beðið eftir. 16.3.2009 18:54
Leikskólastarfsmanni sem löðrungaði sagt upp í dag Starfsmanni, sem löðrungaði fimm ára gamlan dreng á leikskóla í Reykjavík, var sagt upp í dag. Leikskólasviðsstjóri Reykjavíkurborgar harmar atvikið og segir svona framkomu ekki liðna. Móðir drengsins fagnar þessum málalyktum. 16.3.2009 18:30
Neitað um skýrslur vegna bankaleyndar - þrjú mál til skoðunar Fjármálaeftirlitið á ekki að grisja þær upplýsingar sem sérstakur saksóknari fær segir þingmaður vinstri grænna. Embættið hefur óskað eftir skýrslum endurskoðenda um gömlu bankanna frá Fjármálaeftirlitinu en verið neitað á grundvelli bankaleyndar. Þrjú mál eru komin inn á borð hjá sérstökum saksóknara. 16.3.2009 18:19
Þingmenn skrái og birti fjárhagslega hagsmuni sína Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings. Í reglunum er kveðið á um að skrifstofa Alþingis skuli halda skrá, og birta opinberlega, um fjárhagslega hagsmuni alþingismanna svo og um trúnaðarstörf þeirra utan þings. Með setningu reglnanna ætlast forsætisnefnd til þess að alþingismenn skrái fjárhagslega hagsmuni sína og birti þá opinberlega. 16.3.2009 17:16
Nýtt bankaráð skipað í Seðlabankann Nýtt bankaráð Seðlabankans hefur verið skipað á Alþingi. Tveir listar voru lagðir fram á þingi. Á listunum voru annars vegar þeir sem stjórnarflokkarnir vildu hafa í ráðinu og hinsvegar fulltrúar minnihlutans. Sjálfkjörið var í ráðið. 16.3.2009 16:18