Innlent

Undrast ályktun Eyjamanna

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins.

Eins og þekkt er þá hefur RSÍ umfram önnur stéttarfélög frekar valið að vera með marga kjarasamninga en einn eins og sum stéttarfélög. Í vetur hefur RSÍ tekist ágætlega að ganga að frá þessum samningum eins og reyndar ætlast er til að kjarasamningar séu endurnýjaðir þegar þeir renna út. En almenni samningur sambandsins hefur einn fylgt hinu svokallaða samfloti ASÍ.

Þetta kemur fram á vef Rafiðnaðarsambandsins.



„Í fréttum í dag kom fram að RSÍ hefði náð að loka flestum af sínum fyrirtækjasamningum á undanförnum mánuðum. Stuttu síðar kom ályktun frá verkalýðsfélaginu í Eyjum þar sem það er fordæmt. Óskiljanlegt, en allmargar af ályktunum um kjarasamninga undanfarnar verið torskiljanlegar og einkennst af dylgjum í garð stéttarfélaga í öðrum landssamböndum.

Það er umhugsunarefni hvers vegna að nokkur einstök félög telji sig vera þess umkomin að vera endurtekið með athugasemdir í garð kjarasamninga stéttarfélaga innan annarra landssambanda, jafnvel eins og kemur fram í ályktuninni telja sig vera þess umkomin að skipta sér af því hvaða samningamönnum önnur stéttarfélög tefla fram.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×