Innlent

Skrifstofu Atlantsskipa lokað í dag

Skrifstofa Atlantsskipa í Hafnarfirði var ekki starfrækt í dag. Um 10 manns vinna á skrifstofunni sem var ekki opin vegna erfiðleika í rekstri. Símon Kjærnested stjórnarmaður Atlantsskipa vonast til þess að félagið komist yfir umrædda erfiðleika en flutningar til og frá landinu hafa verið afar litlir upp á síðkastið. Öllum starfsmönnum félagsins hefur verið sagt upp störfum.

„Hún var ekki starfrækt í dag vegna erfiðleika, en við munum komast yfir það," segir Símon í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Hann dregur ekki dul á að rekstur félagsins hefur verið erfiður þar sem flutningar til landsins hafa farið niður í nánast ekki neitt.

„Fyrir tveimur árum síðan var hringt á milli skipafélaga til þess að hjálpa við að flytja vörur, en núna undanfarið hefur Eimskip flutt allt fyrir okkur," segir Símon en Atlantsskip hafa ekkert siglt undanfarið heldur hafa gert samning við Eimskip um að flytja vörur.

Hann segist þó eiga von á því að félagið komist yfir erfiðleikana en vill ekkert segja til um hvernig farið verður að því. Hann vonast einnig til þess að skrifstofan geti verið opin áfram en unnið er í þeim málum að sögn Símonar.

Búið er að segja upp starfsfólki félagsins hafa verið sagt upp störfum en það fólk er á uppsagnarfresti út næsta mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×