Innlent

Stærsti landsfundur VG til þessa

Frá landsfundi VG í febrúar 2007.
Frá landsfundi VG í febrúar 2007.
Landsfundur Vinstri grænna hefst á morgun og stendur um helgina á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn verður sá fjölmennasti í sögu flokksins.

,,Undirbúningur gengur mjög vel en þetta verður stærsti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs," segir Drífa Snædal framkvæmdastýra flokksins.

620 aðalfulltrúar eru skráðir á landsfundinn og rúmlega 200 varafulltrúar.

Drífa segir að landsþingið sé haldið við afar sérstakar aðstæður og muni einkennast af komandi kosningum. Hún á von á fjörugum umræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×