Innlent

Mannfæð á þingi þingflokksformönnum að kenna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Bjarnason gagnrýnir skipulagsleysi í þingstörfum.
Björn Bjarnason gagnrýnir skipulagsleysi í þingstörfum.
Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnarflokkana fyrir skipulagsleysi við þinghald.

Forseti Alþingis gerði hlé á þingfundi í gær vegna þess að of fámennt var í þingsalnum til að hægt væri að greiða atkvæði um þingmál. „Það er fyrst og síðast hlutverk þingflokksformanna stjórnarflokkanna, Lúðvíks Bergvinssonar, Samfylkingu, og Jóns Bjarnasonar, vinstri-grænum, að sjá til þess, að nógu margir þingmenn séu í salnum til að afgreiða mál," segir Björn á vefsíðu sinni.

Björn segir jafnframt að stjórnarflokkunum farist ekki að gagnrýna sjálfstæðismenn fyrir að taka til máls á þingi, á meðan þeir geti ekki séð til þess, að mál séu afgreidd vegna skorts á þingmönnum við atkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×