Innlent

Heilaskaddaður dæmdur fyrir kynferðisbrot

Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Austurlands.
Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Austurlands.

Karlmaður var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni í Héraðsdómi Austurlands í dag. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa káfað á brjóstum utanklæða og innanklæða á fótlegg konu og báðum innanverðum lærum. Kynferðisbrotið átti sér stað á heimili konunnar í lok ágúst árið 2008 en þau voru kunnug.

Maðurinn játaði brot sín utan það að hann taldi sig aðeins hafa káfað á öðru innanverðu læri brotaþola í nefnt sinn.

Læknir var fenginn til þess að meta sakhæfi hans í ljósi þess að hann lenti í slysi árið 1979 með þeim afleiðingum að hann hlaut heilaskaða af. Í dómsorði segir að maðurinn hafi orðið fyrir vitrænni skerðingu. Í viðtali við lækni sagðist hann sjá eftir því að hafa sært konuna með þeim hætti sem hann gerði en hún býr við andlegar takmarkanir. Að auki sagðist hann vel vita hvað mætti og hvað mætti ekki í kynferðislegum samskiptum við fólk.

Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er honum gert að greiða fórnalambi sínu tvö hundruð þúsund krónur auk þess sem hann greiðir málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×