Saka stjórn HB-Granda um að fegra bókhaldið 18. mars 2009 17:12 Miðstjórn ASÍ telur tillögu stjórnar HB-Granda um hundruð milljón króna arðgreiðslur til eigenda siðlausa við núverandi aðstæður og skorar á stjórnina að draga tillöguna til baka ella greiða starfsfólki áður umsamdar launahækkanir án tafar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir ennfremur að tillagan setji samning um frestun endurskoðunar kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í uppnám en rökstuðningur Samtaka atvinnulífsins standi við umsamda tímasetningar launahækkana. „Verkalýðshreyfingin hefur lýst vilja sínum til að ræða við fulltrúa atvinnurekenda um alvarlega stöðu atvinnulífsins til að fresta þess að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og kaupmáttarskerðingu en það kemur ekki til greina að launafólk taki á sig byrðar til þess að skapa svigrúm fyrir eigendur fyrirtækjanna til að taka út svimandi háan arð." Þá segir að það vekji ugg að í ársreikningum HB-Granda sé beitt sömu aðferðum við að blása út eignir og beitt var í fjölmörgum fyrirtækjum og fjármálastofnunum, sem hrunið hafa á síðustu mánuðum. Óefnislegar eignir séu metnar langt um fram raunverulegt verðmæti, sem verði til þess að verðmæti og eignastaða fyrirtækisins líti út fyrir að vera mun betri en raun sé. „Miðstjórn ASÍ áréttar sérstaklega að verkalýðshreyfingin mun ekki líða að engu sé breytt í siðferðilegri og samfélagslegri ábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna, þrátt fyrir hrun efnahagslífsins, né að fyrirtæki haldi áfram að draga upp ranga mynd af afkomu sinni og skapa þannig möguleika á að taka út arð. Fylgst verður með reikningsskilum fyrirtækja en spurningin er hver ábyrgð löggiltra endurskoðenda er á slíkum reikningsskilum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð og verða að axla hana." Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Miðstjórn ASÍ telur tillögu stjórnar HB-Granda um hundruð milljón króna arðgreiðslur til eigenda siðlausa við núverandi aðstæður og skorar á stjórnina að draga tillöguna til baka ella greiða starfsfólki áður umsamdar launahækkanir án tafar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir ennfremur að tillagan setji samning um frestun endurskoðunar kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í uppnám en rökstuðningur Samtaka atvinnulífsins standi við umsamda tímasetningar launahækkana. „Verkalýðshreyfingin hefur lýst vilja sínum til að ræða við fulltrúa atvinnurekenda um alvarlega stöðu atvinnulífsins til að fresta þess að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og kaupmáttarskerðingu en það kemur ekki til greina að launafólk taki á sig byrðar til þess að skapa svigrúm fyrir eigendur fyrirtækjanna til að taka út svimandi háan arð." Þá segir að það vekji ugg að í ársreikningum HB-Granda sé beitt sömu aðferðum við að blása út eignir og beitt var í fjölmörgum fyrirtækjum og fjármálastofnunum, sem hrunið hafa á síðustu mánuðum. Óefnislegar eignir séu metnar langt um fram raunverulegt verðmæti, sem verði til þess að verðmæti og eignastaða fyrirtækisins líti út fyrir að vera mun betri en raun sé. „Miðstjórn ASÍ áréttar sérstaklega að verkalýðshreyfingin mun ekki líða að engu sé breytt í siðferðilegri og samfélagslegri ábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna, þrátt fyrir hrun efnahagslífsins, né að fyrirtæki haldi áfram að draga upp ranga mynd af afkomu sinni og skapa þannig möguleika á að taka út arð. Fylgst verður með reikningsskilum fyrirtækja en spurningin er hver ábyrgð löggiltra endurskoðenda er á slíkum reikningsskilum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð og verða að axla hana."
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira