Innlent

Blaut tuska framan í heimili og fyrirtæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að fyrirtæki og heimili þurfi myndarlega stýrivaxtalækkun.
Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að fyrirtæki og heimili þurfi myndarlega stýrivaxtalækkun.
„1% stýrivaxtalækkun er blaut tuska framan í heimili og fyrirtæki þessa lands. Nefndin hefði að mínu mati átt að leggja til mun meiri lækkun stýrivaxta," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti í 17%.

Sigurður Kári segir á bloggsíðu sinni að vilji stjórnvöld, ríkisstjórn og Seðlabanki Íslands, beita sér fyrir því að bæta kjör almennings og fyrirtækja sé nauðsynlegt og skynsamlegt að grípa nú þegar til þess ráðs að lækka stýrivexti verulega og grípa til róttækra aðgerða til treysta rekstur fyrirtækjanna og létta undir með þeim. „Lækkun stýrivaxta um 1% er einungis hænuskref í þá átt," segir Sigurður Kári.

Hann bendir á að undir venjulegum kringumstæðum veiki lækkun stýrivaxta gengi gjaldmiðla. Á Íslandi séu aðstæður hins vegar ekki venjulegar og hafa raunar ekki verið lengi. Háir stýrivextir þjóni við núverandi aðstæður ekki þeim tilgangi að verja gengi krónunnar. Þeir komi hins vegar afar illa niður á almenningi og atvinnufyrirtækjum og halda þeim í rekstrarlegri herkví.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×