Innlent

Lýsa vantrausti á störf forseta og samninganefndar ASÍ

Staða margra sjávarútvegsfyrirtækja er góð þrátt fyrir efnahagsþrengingar.
Staða margra sjávarútvegsfyrirtækja er góð þrátt fyrir efnahagsþrengingar.
Drífandi stéttarfélag fagnar góðum uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækja undanfarið. Staða margra fyrirtækja er góð þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu. Það sýnir að málflutningur þeirra stéttarfélaga er kröfðust þess að launahækkunin kæmi til framkvæmda 1. mars, var hárréttur.

Í ályktun frá Drífandi, sem birt er á Eyjar.net, lýsir stéttarfélagið hins vegar yfir miklum vonbrigðum og vantrausti á störf forseta og samninganefndar ASÍ í aðdraganda endurskoðunar kjarasamningana. Segir félagið það vera sérstaklega alvarlegt að einstakir aðilar innan samninganefndarinnar virðist hafa verið að gera samninga við fyrirtæki um launahækkanir til handa sínum félagsmönnum, en á sama tíma frestað gildistöku samninga annars launafólks í skjóli Alþýðusambandsins.

Drífandi krefst þess að nú þegar verði sagt upp samkomulaginu við Samtök atvinnurekenda um frestun kjarasamninga og farið verði í viðræður við samtökin með nýrri samninganefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×