Innlent

Við síldveiðar í höfninni í Vestmannaeyjum

Kap VE veiðir síld við Básaskersbryggju
Kap VE veiðir síld við Básaskersbryggju MYND/EYJAR.NET

Síldveiðiskipið Kap VE var við síldveiðar inni í sjálfri höfninni í Vestmannaeyjum seinni partinn í dag. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjar.net.

Þar segir að Kap VE hafi veitt við Básaskersbryggju þar sem Herjólfur leggst að á degi hverjum. Vestmannaeyjahöfn hefur að undanförnu verið full af síld en þetta er í fyrsta skiptið sem svo stór bátur veiðir á þessum slóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×