Innlent

Segja Landsbankann ekki hafa afskrifaði milljónir Björgvins

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson

Lansbankinn hefur aldrei afskrifað neinar kröfur á Björgvin G. Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra. Þar með staðfestir bankinn orð Björgvins í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag. Það er fréttavefurinn sunnlendingur.is sem sem segist hafa fengið gögn í hendurnar sem staðfesti þetta.

Í grein Björgvins vísar hann því á bug að hann hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá fjármálastofnunum. Hann hafi einungis verið í viðskiptum við einn banka, Landsbankann, sem hafi ekki afskrifað neinar kröfur. Þetta staðfestir bankinn í fyrrgreindum upplýsingum.

Í grein Björgvins í Morgunblaðinu, sem einnig má sjá á Sunnlendingi.is í heild, segir Björgvin meðal annars:

„Um helgina hringdi í mig vandaður maður og sagði mér að kosningasmalar Sjálfstæðisflokksins hefðu sótt hann heim. Reynt að fá hann til að kjósa í prófkjöri hjá Flokknum en hann sagði nei, hann styddi Björgvin og Samfylkinguna og kysi ekki hjá öðrum. Þetta þóttu smölunum afleitt að heyra. Björgvin væri ekki ekki hægt að kjósa þar sem hann hefði fengið afskrifaðar 100 milljónir í bankakerfinu! Eitt hundrað milljónir, takk fyrir."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×