Innlent

Stýrivaxtalækkunin allt of lítil

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Steindór Valdimarsson vonast eftir skýrri stefnu um stýrivaxtalækkunarferlið.
Jón Steindór Valdimarsson vonast eftir skýrri stefnu um stýrivaxtalækkunarferlið.
„Að mínu mati er þessi lækkun allt of lítil. Það eru mikil vonbrigði að þeir skyldu ekki taka stærra skref," segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Samtaka iðnaðarins, um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 1%, niður í 17%.

Jón Steindór segir að þessi vaxtalækkun skipti nánast engu máli nema að þettta verði fyrsta skrefið af mörgum og mjög örum skrefum í þessa átt. Hann bendir á að bankanum gefist færi á eftir til að kynna áætlun sína um stýrivaxtalækkunarferli.

„Ef við bíðum í einn, tvo eða þrjá mánuði eftir næsta skrefi þá líst mér illa á málið," segir Jón Steindór. Jón bendir á að einkaneysla hafi hrapað, atvinnuleysi sé enn að aukast og spyr hvað menn séu að gera til að bæta ástandið.




Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×