Innlent

Fréttaskýring: Saga Baugsveldisins

Saga Baugsveldisins spannar 20 ár. Frá því að fyrsta Bónusverslunin var opnuð árið 1989 og til dagsins í dag var vöxtur félagsins gríðarlegur. Baugur tók yfir stóran hluta af breskri smávöruverslun, og stimplaði sig þar með rækilega inn í breskt efnahagslíf.

Í lok árs 2007 voru tæplega 4.000 verslanir með 75.000 starfsmenn í 35 löndum reknar undir hatti Baugs, og lýsir það ágætlega umsvifunum.

Harðna fór á dalnum árið 2008 og smám saman urðu erfiðleikarnir áþreifanlegri. Áætlanir um fjárhagslega endurskipulagningu gengu ekki eftir og því var sótt um greiðslustvöðun í febrúar 2009.

Það var svo í síðustu viku sem Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði beiðni félagsins um áframhaldandi greiðslustöðvun. Þar með var Baugsveldið fallið.

Hægt er að horfa á fréttaskýringu sem birtist í Ísland í dag í kvöld með þessari frétt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×