Innlent

Ökumaður nær meðvitundarlaus af ölvun

Ofurölvi ökumaður var stöðvaður í Höfðahverfi í Reykjavík undir morgun og reyndist áfengismagn í blóði hans vera sex til sjö sinnum yfir leyfilegu hámarki. Samkvæmt þeirri mælingu hefði hann átt að vera löngu sofnaður áfengisdauða. Tveir lögreglumenn voru að fara að rannsaka innbrot í hverfinu og námu staðar á rauðu ljósi. Sá drukkni skrönglaðist þá fram hjá þeim á öfugum vegarhelmingi og yfir á rauðu ljósi, sem leiddi til þess að hann var stöðvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×