Innlent

Mótmæla lokun skurðstofu á Suðurnesjum

Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ mótmælir sparnaðarhugmyndum heilbrigðisráðuneytisins um að loka skurðstofu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Stjórnin lítur svo á að íbúar á Suðurnesjum sitji ekki við sama borð og aðrir landsmenn hvað varðar framlög til heilbrigðismála og skerðing á núverandi þjónustu sé ekki í anda þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að standa beri vörð um almenna heilbrigðisþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×