Fleiri fréttir Heimildir Íbúðalánasjóðs rýmkaðar vegna kreppunnar Jóhanna Sigurðardóttir félags og tryggingamálaráðherra hefur með reglugerðarbreytingu rýmkað heimildir Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við lántakendur sem lenda í greiðsluvanda. 15.10.2008 15:26 Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB ,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu. 15.10.2008 15:25 Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu? Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm. 15.10.2008 15:14 Þorgerður vill læra af reynslu Finna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, vill að Íslendingar læri af reynslu Finna og fjárfesti í menntun til framtíðar. Þetta sagði hún við umræður um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag. Þorgerður benti á að Finnar hefðu líkt og Íslendingar lent í bankakreppu undir lok síðustu aldar og þá veðjað á menntunþ. Það hefðii borgað sig því vöxtur finnska hagkerfisins hefði verið mikill á síðustu árum þar sem hátækni hefði skipað æ meiri sess. 15.10.2008 15:13 Spyr hvort von sé á meiru og þá hvaðan Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu bankakerfisins að fjölmörgum spurningum væri enn ósvarað. 15.10.2008 15:04 Svarfdælar fresta áformum um að breyta sparisjóðnum í hlutafélag Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla hefur ákveðið að fresta öllum áformum um hlutafélagsvæðinu sjóðsins um óákveðinn tíma. Þetta er tilkynnt í bréfi til stofnfjáreigenda sjóðsins. Jafnframt er í bréfinu undirstrikað að áframhaldandi rekstur Sparisjóðs Svarfdæla í óbreyttri mynd er ekki í hættu, þrátt fyrir áföll að undanförnu í fjármálalífi landsins, að .því er fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. 15.10.2008 15:04 Mjólkin hækkar um tíu prósent Mjólk og mjólkurafurðir hækka um rúm tíu prósent fyrsta nóvember næstkomandi, eða sem samsvarar um tíu krónum á mjólkurlítra. Í tilkynningu frá verðlagsnefnd búvara kemur fram að ástæður hækkunarinnar séu hækkanir á aðföngum í mjólkuriðnaði og búvöruframleiðslu. 15.10.2008 14:58 Lífeyrissjóðirnir bíða svars frá stjórnvöldum „Síðast þegar ég vissi var svarið ekki komið, en það hlýtur að fara að koma,“ segir Árni Guðmundsson framkvæmdarstjóri Gildi lífeyrissjóðs en fimm stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sent yfirvöldum erindi um hugsanlega yfirtöku á innlendri starfsemi Kaupþings. 15.10.2008 14:36 Björgvin boðar hispurslaust uppgjör Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram. 15.10.2008 14:31 Blaðamannafundur í beinni Forsætisráðuneytið hefur boðað til blaðamannafundar í Iðnó kl. 17.00 í dag. Fundurinn er í þetta skiptið einungis ætlaður innlendum blaðamönnum. Næsta víst að umræðuefni fundarins verði, líkt og á fjölda blaðamannafunda í síðustu viku, um stöðu efnahagsmála. 15.10.2008 14:26 Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta. 15.10.2008 14:20 Efnahagráðgjafi ríkisstjórnarinnar hættur Tryggvi Þór Herbertsson sem verið hefur efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar undanfarið hefur látið af störfum. Tryggvi var ráðinn til sex mánaða en starfaði einungis í tvo og hálfan mánuð. Hann segir að um sé að ræða samkomulag tveggja manna sem gert hafi verið í miklu bróðerni. 15.10.2008 14:19 Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15.10.2008 14:12 Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. 15.10.2008 14:03 Segir fjárlagafrumvarpið ekki ónýtt plagg Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið ekki ónýtt plagg eftir atburði síðustu daga. En að það eigi eftir að taka breytingum í meðförum þingsins. 15.10.2008 13:00 ,,Af hverju segir Ingibjörg ekki bara niður með Ísland?" Það er einföldun að draga þá ályktun að Íslendingar eigi sér enga aðra leið en að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir efnahagsaðstoð, að mati Bjarna Harðarsonar þingsmanns Framsóknarflokksins. Honum hugnast ekki yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og framamanna í þjóðfélaginu. 15.10.2008 12:55 Uppsagnir í takti við það sem búist var við „Þetta er auðvitað áfall, en í ljósi aðstæðna kannski sú tala sem við bjuggumst við,“ segir Anna Karen Hauksdóttir, formaður starfsmannafélags Glitnis. 97 starfsmenn gamla Glitnis misstu vinnuna í kjölfar þess að Nýi Glitnir tók til starfa í dag. 15.10.2008 12:49 Enginn lyfjaskortur í landinu Ekki er hætta á því að nauðsynleg lyf verði uppurin. Lyfjabirgðir Landspítalans eru í eðlilegu horfi og forsvarsmenn lyfjafyrirtækja bera sig nokkuð vel. 15.10.2008 12:45 Geir flytur ræðu um stöðu bankakerfisins á Alþingi Fyrsta pólitíska umræðan um efnahagsástandið í landinu eftir hrun bankanna þriggja fer fram á Alþingi í dag. Þingfundur hefst klukkan hálftvö, en þá flytur Geir H. Haarde forsætisráðherra skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15.10.2008 12:34 Búa sig undir stóraukin umsvif bruggara í kreppunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti umfangsmikla bruggstarfssemi í bakhúsi við Laugaveg í gærkvöldi. Lögreglumenn búa sig undir stóraukin umsvif bruggara þegar þrengir að efnahag almennings. 15.10.2008 12:26 Þjóðernissinnar vilja umræður um Íslandslán í Dúmunni Flokkur þjóðernissinna í Rússlandi hefur óskað eftir umræðu um mögulegt fjögurra milljarða evrulán til Íslands í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. 15.10.2008 12:21 Hundruð milljóna föst í kerfinu Illa gengur hjá útflutningsaðilum að fá greitt fyrir vörur sínar þar sem erlendir bankar hafa margir fryst greiðslur hingað til lands. Talið er að mörg hundruð milljónir króna séu fastar í kerfinu. 15.10.2008 12:16 Fellir tímabundið niður álag vegna skila á staðgreiðslu Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að fella tímabundið niður svokallað álag á launagreiðendur sem lagt er á ef hann hefur ekki staðið skil á staðgreiðslu á eindaga. 15.10.2008 12:00 Tæplega hundrað missa vinnuna hjá Glitni Tæplega hundrað manns missa vinnuna þegar Nýi Glitnir tekur til starfa á grunni hins gamla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 15.10.2008 12:00 Um 2,5 prósenta atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi Atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi þessar árs var 2,5 prósent og voru að meðaltali 4.800 manns á vinnu í atvinnuleit á tímabilinu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. 15.10.2008 11:50 Krefjast þess að bæjaryfirvöld virði lýðræði í Hafnarfirði Í ljósi umræðna undanfarið um mögulega stækkun álvers Rio Tinto í Straumsvík ítreka samtökin Sól í Straumi að bæjarvöld í Hafnarfirði virði lýðræðislegar íbúðakosningar sem fram fóru í mars á seinasta ári. 15.10.2008 11:25 Vonast eftir áframhaldandi stýrivaxtalækkunum Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, fagnar þeirri ákvörðun Seðlabankans að lækka stýrivexti um 3,5 prósent og vonast til að áframhald verði á. 15.10.2008 10:33 Frekari lækkun stýrivaxta fer eftir gengisþróun Stýrivaxtalækkun Seðlabankans kemur Gylfa Magnússyni, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, ekki á óvart. Aftur á móti sé Seðlabankanum þröngur stakkur sniðinn því hann geti í rauninni ekki haft stýrivexti undir verðbólgu, að mati Gylfa. 15.10.2008 10:03 Avant ætlar að frysta afborganir af erlendum lánum Avant hf. hefur ákveðið að verða við þeim tilmælum ríkisstjórnarinnar að frysta afborganir lána í erlendri mynt þar til ró kemst á gjaldeyrismarkað. 15.10.2008 10:00 Vilhjálmur Egilsson: Fagna þessum fyrstu skrefum „Ég fagna því mjög að bankinn skuli vera kominn á þessa braut. Þetta eru fyrstu skrefin og það fylgja vonandi fleiri í kjölfarið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Ég hef talið óvarlegt að hafa muninn á milli Íslands og evrusvæðisins meiri en þrú prósent og þangað liggur leiðin,“ segir Vilhjálmur. 15.10.2008 09:44 Nýr Glitnir tekur til starfa Nýr Glitnir tók til starfa í morgun undir stjórn Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Glitnis. Þetta staðfesti Árni Tómasson, formaður skilanefndar bankans, í samtali við fréttastofu. 15.10.2008 09:10 Aflinn fimmtungi meiri í september í ár en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í september, metinn á föstu verði, var ríflega 22 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. 15.10.2008 09:03 Hvetja öll íslensk almannaheillsasamtök til að beita sér í kreppunni Samtökin almannaheill, sem eru félög og sjálfseignarstofnanir sem vinna að almannaheill á Íslandi, minna á það mikilvæga hlutverk sem sem slík samtök gegna í glímu við erfið áföll sem samfélag okkar verður fyrir. 15.10.2008 08:48 Nokkuð af fíkniefnum og sterum fundust á Akureyri Nokkuð af kannabisefnum, kókaíni og amfertamíni, auk rösklega hundrað sterataflna, fannst við húsleit á Akureyri í gær. 15.10.2008 07:24 Upprættu umfangsmikla bruggstarfsemi við Laugaveginn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti umfangsmikla bruggstarfssemi í bakihúsi við Laugaveg í gærkvöldi. 15.10.2008 07:20 Ísland getur verið fyrirmynd Ísland getur verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að orkumálum og lausnum á loftslagsvandamálum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarræðu á ráðstefnu um hlutverk smáríkja í alþjóðlegum friða- og öryggismálum sem haldin var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. 14.10.2008 21:57 Umfangsmikil lögregluaðgerð á Laugavegi Lögregla fór inn í bakhús á milli Laugavegar 67-69 nú undir kvöld með aðstoð slökkviliðsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi ekkert segja um málið þegar Vísir leitaði upplýsinga en samkvæmt heimildum Vísis var verið að loka umfangsmikilli bruggverksmiðju. 14.10.2008 23:08 Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 14.10.2008 00:01 Ísland ekki gjaldþrota Skuldir íslenska ríkisins munu ekki gera ríkið gjaldþrota, þrátt fyrir að fjármálakerfið hafi brugðist og krónan hrunið. Þetta sagði Geir Haarde forsætisráðherra í samtali við Bloomberg fréttastofuna í Reykjavík í dag. 14.10.2008 19:37 Möguleiki að sjá hvort fé hafi verið skotið undan Í fyrsta skipti eiga íslensk stjórnvöld raunhæfan möguleika á að komast að því hvort íslenskir athafnamenn hafi skotið fé undan til skattaparadísa í gegnum íslensku bankana í Luxemborg. Stjórnvöld þar í landi hafa tekið yfir rekstur bankanna. 14.10.2008 18:37 Utanríkisráðherra vill að Davíð víki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir skynsamlegast að bankastjórn Seðlabankans víki svo forsætisráðherra hafi nægt svigrúm til breytinga. 14.10.2008 18:08 Bíða niðurstöðu sérfræðinefndarinnar Niðurstöðu sérfræðinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður beðið áður en teknar verða ákvarðanir um hvort Íslendingar sæki þangað um aðstoð, að sögn Árna Mathiesen fjármálaráðherra. 14.10.2008 17:47 Krapi og leiðindafæri á Hellisheiði Leiðinlegt færi er nú á Hellisheiðinni og nokkurra sentimetra krapi á veginum. Vegfarandi á Hellisheiði sem hafði samband við Vísi beindi þeim tilmælum til þeirra sem ekki eru komnir á vetrardekk að fara varlega. Hann sagði að nokkra bíla vera í vandræðum á heiðinni, þar væri hríð og allt snjóhvítt. 14.10.2008 17:06 Vilja að bankastjórn Seðlabankans víki Rafiðnarmenn krefjast þess að nú þegar verði breytt um efnahagsstefnu. Stjórn Seðlabanka sé rúin öllu trausti innanlands sem utan og verður að mati rafiðnarmanna að víkja ásamt bankastjórum. 14.10.2008 16:45 Fagnar orðum Þorgerðar Katrínar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fagnar orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í nýlegri grein í Fréttablaðinu. 14.10.2008 16:31 Sjá næstu 50 fréttir
Heimildir Íbúðalánasjóðs rýmkaðar vegna kreppunnar Jóhanna Sigurðardóttir félags og tryggingamálaráðherra hefur með reglugerðarbreytingu rýmkað heimildir Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við lántakendur sem lenda í greiðsluvanda. 15.10.2008 15:26
Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB ,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu. 15.10.2008 15:25
Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu? Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm. 15.10.2008 15:14
Þorgerður vill læra af reynslu Finna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, vill að Íslendingar læri af reynslu Finna og fjárfesti í menntun til framtíðar. Þetta sagði hún við umræður um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag. Þorgerður benti á að Finnar hefðu líkt og Íslendingar lent í bankakreppu undir lok síðustu aldar og þá veðjað á menntunþ. Það hefðii borgað sig því vöxtur finnska hagkerfisins hefði verið mikill á síðustu árum þar sem hátækni hefði skipað æ meiri sess. 15.10.2008 15:13
Spyr hvort von sé á meiru og þá hvaðan Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu bankakerfisins að fjölmörgum spurningum væri enn ósvarað. 15.10.2008 15:04
Svarfdælar fresta áformum um að breyta sparisjóðnum í hlutafélag Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla hefur ákveðið að fresta öllum áformum um hlutafélagsvæðinu sjóðsins um óákveðinn tíma. Þetta er tilkynnt í bréfi til stofnfjáreigenda sjóðsins. Jafnframt er í bréfinu undirstrikað að áframhaldandi rekstur Sparisjóðs Svarfdæla í óbreyttri mynd er ekki í hættu, þrátt fyrir áföll að undanförnu í fjármálalífi landsins, að .því er fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. 15.10.2008 15:04
Mjólkin hækkar um tíu prósent Mjólk og mjólkurafurðir hækka um rúm tíu prósent fyrsta nóvember næstkomandi, eða sem samsvarar um tíu krónum á mjólkurlítra. Í tilkynningu frá verðlagsnefnd búvara kemur fram að ástæður hækkunarinnar séu hækkanir á aðföngum í mjólkuriðnaði og búvöruframleiðslu. 15.10.2008 14:58
Lífeyrissjóðirnir bíða svars frá stjórnvöldum „Síðast þegar ég vissi var svarið ekki komið, en það hlýtur að fara að koma,“ segir Árni Guðmundsson framkvæmdarstjóri Gildi lífeyrissjóðs en fimm stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sent yfirvöldum erindi um hugsanlega yfirtöku á innlendri starfsemi Kaupþings. 15.10.2008 14:36
Björgvin boðar hispurslaust uppgjör Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram. 15.10.2008 14:31
Blaðamannafundur í beinni Forsætisráðuneytið hefur boðað til blaðamannafundar í Iðnó kl. 17.00 í dag. Fundurinn er í þetta skiptið einungis ætlaður innlendum blaðamönnum. Næsta víst að umræðuefni fundarins verði, líkt og á fjölda blaðamannafunda í síðustu viku, um stöðu efnahagsmála. 15.10.2008 14:26
Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta. 15.10.2008 14:20
Efnahagráðgjafi ríkisstjórnarinnar hættur Tryggvi Þór Herbertsson sem verið hefur efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar undanfarið hefur látið af störfum. Tryggvi var ráðinn til sex mánaða en starfaði einungis í tvo og hálfan mánuð. Hann segir að um sé að ræða samkomulag tveggja manna sem gert hafi verið í miklu bróðerni. 15.10.2008 14:19
Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15.10.2008 14:12
Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. 15.10.2008 14:03
Segir fjárlagafrumvarpið ekki ónýtt plagg Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið ekki ónýtt plagg eftir atburði síðustu daga. En að það eigi eftir að taka breytingum í meðförum þingsins. 15.10.2008 13:00
,,Af hverju segir Ingibjörg ekki bara niður með Ísland?" Það er einföldun að draga þá ályktun að Íslendingar eigi sér enga aðra leið en að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir efnahagsaðstoð, að mati Bjarna Harðarsonar þingsmanns Framsóknarflokksins. Honum hugnast ekki yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og framamanna í þjóðfélaginu. 15.10.2008 12:55
Uppsagnir í takti við það sem búist var við „Þetta er auðvitað áfall, en í ljósi aðstæðna kannski sú tala sem við bjuggumst við,“ segir Anna Karen Hauksdóttir, formaður starfsmannafélags Glitnis. 97 starfsmenn gamla Glitnis misstu vinnuna í kjölfar þess að Nýi Glitnir tók til starfa í dag. 15.10.2008 12:49
Enginn lyfjaskortur í landinu Ekki er hætta á því að nauðsynleg lyf verði uppurin. Lyfjabirgðir Landspítalans eru í eðlilegu horfi og forsvarsmenn lyfjafyrirtækja bera sig nokkuð vel. 15.10.2008 12:45
Geir flytur ræðu um stöðu bankakerfisins á Alþingi Fyrsta pólitíska umræðan um efnahagsástandið í landinu eftir hrun bankanna þriggja fer fram á Alþingi í dag. Þingfundur hefst klukkan hálftvö, en þá flytur Geir H. Haarde forsætisráðherra skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15.10.2008 12:34
Búa sig undir stóraukin umsvif bruggara í kreppunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti umfangsmikla bruggstarfssemi í bakhúsi við Laugaveg í gærkvöldi. Lögreglumenn búa sig undir stóraukin umsvif bruggara þegar þrengir að efnahag almennings. 15.10.2008 12:26
Þjóðernissinnar vilja umræður um Íslandslán í Dúmunni Flokkur þjóðernissinna í Rússlandi hefur óskað eftir umræðu um mögulegt fjögurra milljarða evrulán til Íslands í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. 15.10.2008 12:21
Hundruð milljóna föst í kerfinu Illa gengur hjá útflutningsaðilum að fá greitt fyrir vörur sínar þar sem erlendir bankar hafa margir fryst greiðslur hingað til lands. Talið er að mörg hundruð milljónir króna séu fastar í kerfinu. 15.10.2008 12:16
Fellir tímabundið niður álag vegna skila á staðgreiðslu Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að fella tímabundið niður svokallað álag á launagreiðendur sem lagt er á ef hann hefur ekki staðið skil á staðgreiðslu á eindaga. 15.10.2008 12:00
Tæplega hundrað missa vinnuna hjá Glitni Tæplega hundrað manns missa vinnuna þegar Nýi Glitnir tekur til starfa á grunni hins gamla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 15.10.2008 12:00
Um 2,5 prósenta atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi Atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi þessar árs var 2,5 prósent og voru að meðaltali 4.800 manns á vinnu í atvinnuleit á tímabilinu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. 15.10.2008 11:50
Krefjast þess að bæjaryfirvöld virði lýðræði í Hafnarfirði Í ljósi umræðna undanfarið um mögulega stækkun álvers Rio Tinto í Straumsvík ítreka samtökin Sól í Straumi að bæjarvöld í Hafnarfirði virði lýðræðislegar íbúðakosningar sem fram fóru í mars á seinasta ári. 15.10.2008 11:25
Vonast eftir áframhaldandi stýrivaxtalækkunum Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, fagnar þeirri ákvörðun Seðlabankans að lækka stýrivexti um 3,5 prósent og vonast til að áframhald verði á. 15.10.2008 10:33
Frekari lækkun stýrivaxta fer eftir gengisþróun Stýrivaxtalækkun Seðlabankans kemur Gylfa Magnússyni, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, ekki á óvart. Aftur á móti sé Seðlabankanum þröngur stakkur sniðinn því hann geti í rauninni ekki haft stýrivexti undir verðbólgu, að mati Gylfa. 15.10.2008 10:03
Avant ætlar að frysta afborganir af erlendum lánum Avant hf. hefur ákveðið að verða við þeim tilmælum ríkisstjórnarinnar að frysta afborganir lána í erlendri mynt þar til ró kemst á gjaldeyrismarkað. 15.10.2008 10:00
Vilhjálmur Egilsson: Fagna þessum fyrstu skrefum „Ég fagna því mjög að bankinn skuli vera kominn á þessa braut. Þetta eru fyrstu skrefin og það fylgja vonandi fleiri í kjölfarið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Ég hef talið óvarlegt að hafa muninn á milli Íslands og evrusvæðisins meiri en þrú prósent og þangað liggur leiðin,“ segir Vilhjálmur. 15.10.2008 09:44
Nýr Glitnir tekur til starfa Nýr Glitnir tók til starfa í morgun undir stjórn Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Glitnis. Þetta staðfesti Árni Tómasson, formaður skilanefndar bankans, í samtali við fréttastofu. 15.10.2008 09:10
Aflinn fimmtungi meiri í september í ár en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í september, metinn á föstu verði, var ríflega 22 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. 15.10.2008 09:03
Hvetja öll íslensk almannaheillsasamtök til að beita sér í kreppunni Samtökin almannaheill, sem eru félög og sjálfseignarstofnanir sem vinna að almannaheill á Íslandi, minna á það mikilvæga hlutverk sem sem slík samtök gegna í glímu við erfið áföll sem samfélag okkar verður fyrir. 15.10.2008 08:48
Nokkuð af fíkniefnum og sterum fundust á Akureyri Nokkuð af kannabisefnum, kókaíni og amfertamíni, auk rösklega hundrað sterataflna, fannst við húsleit á Akureyri í gær. 15.10.2008 07:24
Upprættu umfangsmikla bruggstarfsemi við Laugaveginn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti umfangsmikla bruggstarfssemi í bakihúsi við Laugaveg í gærkvöldi. 15.10.2008 07:20
Ísland getur verið fyrirmynd Ísland getur verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að orkumálum og lausnum á loftslagsvandamálum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarræðu á ráðstefnu um hlutverk smáríkja í alþjóðlegum friða- og öryggismálum sem haldin var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. 14.10.2008 21:57
Umfangsmikil lögregluaðgerð á Laugavegi Lögregla fór inn í bakhús á milli Laugavegar 67-69 nú undir kvöld með aðstoð slökkviliðsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi ekkert segja um málið þegar Vísir leitaði upplýsinga en samkvæmt heimildum Vísis var verið að loka umfangsmikilli bruggverksmiðju. 14.10.2008 23:08
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 14.10.2008 00:01
Ísland ekki gjaldþrota Skuldir íslenska ríkisins munu ekki gera ríkið gjaldþrota, þrátt fyrir að fjármálakerfið hafi brugðist og krónan hrunið. Þetta sagði Geir Haarde forsætisráðherra í samtali við Bloomberg fréttastofuna í Reykjavík í dag. 14.10.2008 19:37
Möguleiki að sjá hvort fé hafi verið skotið undan Í fyrsta skipti eiga íslensk stjórnvöld raunhæfan möguleika á að komast að því hvort íslenskir athafnamenn hafi skotið fé undan til skattaparadísa í gegnum íslensku bankana í Luxemborg. Stjórnvöld þar í landi hafa tekið yfir rekstur bankanna. 14.10.2008 18:37
Utanríkisráðherra vill að Davíð víki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir skynsamlegast að bankastjórn Seðlabankans víki svo forsætisráðherra hafi nægt svigrúm til breytinga. 14.10.2008 18:08
Bíða niðurstöðu sérfræðinefndarinnar Niðurstöðu sérfræðinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður beðið áður en teknar verða ákvarðanir um hvort Íslendingar sæki þangað um aðstoð, að sögn Árna Mathiesen fjármálaráðherra. 14.10.2008 17:47
Krapi og leiðindafæri á Hellisheiði Leiðinlegt færi er nú á Hellisheiðinni og nokkurra sentimetra krapi á veginum. Vegfarandi á Hellisheiði sem hafði samband við Vísi beindi þeim tilmælum til þeirra sem ekki eru komnir á vetrardekk að fara varlega. Hann sagði að nokkra bíla vera í vandræðum á heiðinni, þar væri hríð og allt snjóhvítt. 14.10.2008 17:06
Vilja að bankastjórn Seðlabankans víki Rafiðnarmenn krefjast þess að nú þegar verði breytt um efnahagsstefnu. Stjórn Seðlabanka sé rúin öllu trausti innanlands sem utan og verður að mati rafiðnarmanna að víkja ásamt bankastjórum. 14.10.2008 16:45
Fagnar orðum Þorgerðar Katrínar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fagnar orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í nýlegri grein í Fréttablaðinu. 14.10.2008 16:31