Innlent

Frekari lækkun stýrivaxta fer eftir gengisþróun

Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.
Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.

Stýrivaxtalækkun Seðlabankans kemur Gylfa Magnússyni, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, ekki á óvart.

Fyrr í morgun tilkynnti Seðlabankinn að stýrivextir lækka um 3,5% og eru þeir nú 12%.

,,Það er ljóst að margt af því sem olli verðbólgu er ekki lengur til staðar nema auðvitað fall krónunnar. Sennilega metur Seðlabankinn væntanleglega það svo að hægt sé að lækka eitthvað vexti og nauðsynlegt sé að örva hagkerfið með slíkum aðgerðum," segir Gylfi.

Aftur á móti sé Seðlabankanum þröngur stakkur sniðinn því hann geti í rauninni ekki haft stýrivexti undir verðbólgu, að mati Gylfa.

Aðspurður hvort að Seðlabankinn eigi að lækka stýrivexti ennfrekar á næstunni segir Gylfi að það fari eftir gengisþróuninni. Ef verðbólga hjaðnar mjög hratt er hægt að lækka stýrivexti samhliða.

Þá segir Gylfi að ekki megi fara of geyst í að lækka stýrivexti. ,,Lágir vextir langt undir verðbólgustigi gætu gert illt verra."




Tengdar fréttir

Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 3,5 prósent

Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína um 3,5 prósent og verða þeir því 12 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir enn fremur að mikill umskipti hafi orðið í íslenskum þjóðarbúskap undanfarnar vikur.

Vonast eftir áframhaldandi stýrivaxtalækkunum

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, fagnar þeirri ákvörðun Seðlabankans að lækka stýrivexti um 3,5 prósent og vonast til að áframhald verði á.

Vilhjálmur Egilsson: Fagna þessum fyrstu skrefum

„Ég fagna því mjög að bankinn skuli vera kominn á þessa braut. Þetta eru fyrstu skrefin og það fylgja vonandi fleiri í kjölfarið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Ég hef talið óvarlegt að hafa muninn á milli Íslands og evrusvæðisins meiri en þrú prósent og þangað liggur leiðin,“ segir Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×