Þorgerður vill læra af reynslu Finna 15. október 2008 15:13 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. MYND/GVA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, vill að Íslendingar læri af reynslu Finna og fjárfesti í menntun til framtíðar. Þetta sagði hún við umræður um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag. Þorgerður benti á að Finnar hefðu líkt og Íslendingar lent í bankakreppu undir lok síðustu aldar og þá veðjað á menntun. Það hefði borgað sig því vöxtur finnska hagkerfisins hefði verið mikill á síðustu árum þar sem hátækni hefði skipað æ meiri sess. Þorgerður boðaði líkt og aðrir í umræðunni að uppgjör þyrfti að fara fram vegna fjármálakreppunnar. Hún sagði enn fremur að framtíðin biði ekki eftir Íslendingum heldur ættu þeir að ganga keikir til verka. Við stæðum frammi fyrir ótrúlegu tækifæri til að stokka spilin og breyta samfélaginu. Fyrstu skref væru að tryggja að hjól atvinnulífsins snerust. Íslendingar mættu ekki við því að fyrirtæki legðu upp laupana og fagnaði ráðherra stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Sagðist hún enn fremur vonast til að samningaviðræður lífeyrissjóða og ríkisins um rekstur Kaupþings skiluðu árangri. Einkavæðing bankanna ekki mistök Þorgerður sagði umrótið að undanförnu ekki sýna að einkavæðing bankanna hefðu verið mistök. Með einkavæðingunni hefðu komið verðmæti, nýsköpun og kraftur. Öllu frelsi fylgdi hins vegar ábyrgð og það hlutverk hefði ekki verið tekið nógu alvarlega. Allir hefðu gert mistök, stjórnmálamenn, stjórnendur fyrirtækja, fjölmiðlar og eftirlitsstofnanir. Þá sagðist hún enn fremur vonast til þess að naflastrengurinn sem nú væri að vaxa milli ríkisins og bankanna yrði skorinn sem fyrst og það væri mikið áfall ef við hyrfum aftur til þess tíma þegar flokksskírteini réðu því hvort menn fengju lán. Tími pólitískra pótintáta mætti ekki renna upp aftur í bankakerfinu. Fagfólk ætti að koma að bönkunum frá byrjun, annars skapaðist ekki traust. Þá lagði hún áherslu á að sköpuð yrðu tækifæri fyrir það vel menntaða fólk sem missti vinnuna í bönkunum og þar þyrftu ríkið, sveitarfélög og háskólar meðal annars að koma að. Enn fremur sagði Þorgerður að við stæðum á krossgötum og þyrftum að horfa til framtíðar. Nú dygðu ekki neinar smáskammtalækningar eða skammtímalausnir. Efnahagsleg áföll myndu ekki breyta eðli þjóðarinnar sem einkenndist af bjartsýni, samstöðu, æðruleysi og dugnaði. Tengdar fréttir Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB ,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu. 15. október 2008 15:25 Björgvin boðar hispurslaust uppgjör Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram. 15. október 2008 14:31 Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta. 15. október 2008 14:20 Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12 Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. 15. október 2008 14:03 Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu? Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm. 15. október 2008 15:14 Spyr hvort von sé á meiru og þá hvaðan Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu bankakerfisins að fjölmörgum spurningum væri enn ósvarað. 15. október 2008 15:04 Ríkissaksóknari rannsakar starfsemi bankanna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið ríkissaksóknara að hafa forystu um að gera skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á Alþingi í dag. 15. október 2008 15:53 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, vill að Íslendingar læri af reynslu Finna og fjárfesti í menntun til framtíðar. Þetta sagði hún við umræður um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag. Þorgerður benti á að Finnar hefðu líkt og Íslendingar lent í bankakreppu undir lok síðustu aldar og þá veðjað á menntun. Það hefði borgað sig því vöxtur finnska hagkerfisins hefði verið mikill á síðustu árum þar sem hátækni hefði skipað æ meiri sess. Þorgerður boðaði líkt og aðrir í umræðunni að uppgjör þyrfti að fara fram vegna fjármálakreppunnar. Hún sagði enn fremur að framtíðin biði ekki eftir Íslendingum heldur ættu þeir að ganga keikir til verka. Við stæðum frammi fyrir ótrúlegu tækifæri til að stokka spilin og breyta samfélaginu. Fyrstu skref væru að tryggja að hjól atvinnulífsins snerust. Íslendingar mættu ekki við því að fyrirtæki legðu upp laupana og fagnaði ráðherra stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Sagðist hún enn fremur vonast til að samningaviðræður lífeyrissjóða og ríkisins um rekstur Kaupþings skiluðu árangri. Einkavæðing bankanna ekki mistök Þorgerður sagði umrótið að undanförnu ekki sýna að einkavæðing bankanna hefðu verið mistök. Með einkavæðingunni hefðu komið verðmæti, nýsköpun og kraftur. Öllu frelsi fylgdi hins vegar ábyrgð og það hlutverk hefði ekki verið tekið nógu alvarlega. Allir hefðu gert mistök, stjórnmálamenn, stjórnendur fyrirtækja, fjölmiðlar og eftirlitsstofnanir. Þá sagðist hún enn fremur vonast til þess að naflastrengurinn sem nú væri að vaxa milli ríkisins og bankanna yrði skorinn sem fyrst og það væri mikið áfall ef við hyrfum aftur til þess tíma þegar flokksskírteini réðu því hvort menn fengju lán. Tími pólitískra pótintáta mætti ekki renna upp aftur í bankakerfinu. Fagfólk ætti að koma að bönkunum frá byrjun, annars skapaðist ekki traust. Þá lagði hún áherslu á að sköpuð yrðu tækifæri fyrir það vel menntaða fólk sem missti vinnuna í bönkunum og þar þyrftu ríkið, sveitarfélög og háskólar meðal annars að koma að. Enn fremur sagði Þorgerður að við stæðum á krossgötum og þyrftum að horfa til framtíðar. Nú dygðu ekki neinar smáskammtalækningar eða skammtímalausnir. Efnahagsleg áföll myndu ekki breyta eðli þjóðarinnar sem einkenndist af bjartsýni, samstöðu, æðruleysi og dugnaði.
Tengdar fréttir Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB ,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu. 15. október 2008 15:25 Björgvin boðar hispurslaust uppgjör Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram. 15. október 2008 14:31 Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta. 15. október 2008 14:20 Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12 Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. 15. október 2008 14:03 Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu? Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm. 15. október 2008 15:14 Spyr hvort von sé á meiru og þá hvaðan Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu bankakerfisins að fjölmörgum spurningum væri enn ósvarað. 15. október 2008 15:04 Ríkissaksóknari rannsakar starfsemi bankanna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið ríkissaksóknara að hafa forystu um að gera skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á Alþingi í dag. 15. október 2008 15:53 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB ,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu. 15. október 2008 15:25
Björgvin boðar hispurslaust uppgjör Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram. 15. október 2008 14:31
Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta. 15. október 2008 14:20
Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12
Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. 15. október 2008 14:03
Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu? Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm. 15. október 2008 15:14
Spyr hvort von sé á meiru og þá hvaðan Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu bankakerfisins að fjölmörgum spurningum væri enn ósvarað. 15. október 2008 15:04
Ríkissaksóknari rannsakar starfsemi bankanna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið ríkissaksóknara að hafa forystu um að gera skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á Alþingi í dag. 15. október 2008 15:53