Innlent

Fellir tímabundið niður álag vegna skila á staðgreiðslu

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að fella tímabundið niður svokallað álag á launagreiðendur sem lagt er á ef þeir standa ekki skil á staðgreiðslu á eindaga.

Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda sé 15. október eindagi staðgreiðslu, útsvars og álagðra skatta launamanna og tryggingagjalds launagreiðenda. Ef ekki sé staðið við það sæti launagreiðandi alla jafna álagi.

Vegna þeirra breytinga sem orðið hafi á bankastarfsemi hér og áhrifa þess á atvinnulífið telji ráðuneytið hins vegar ástæður til þess að fella niður álagið tímabundið vegna skila á staðgreiðslu fyrir september. Hefur ráðuneytið því beint þeim tilmælum til skattstjóra og tollstjórans í Reykjavík að fellt verði tímabundið niður álag vegna þeirra skila á staðgreiðslu sem á eindaga eru í dag og gildi sú niðurfelling í eina viku eða til 22. október.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×