Innlent

Avant ætlar að frysta afborganir af erlendum lánum

Margir eiga þessa dagana í vandræðum með að greiða af bílnum sínum.
Margir eiga þessa dagana í vandræðum með að greiða af bílnum sínum.
Avant hf. hefur ákveðið að verða við þeim tilmælum ríkisstjórnarinnar að frysta afborganir lána í erlendri mynt þar til ró kemst á gjaldeyrismarkað. Avant fjármagnar öku- og atvinnutæki, en margir eiga þessa dagana í miklum erfiðleikum með að greiða af erlendum bílalánum sínum vegna hruns krónunnar.

Í tilkynningu frá Avant segir að útfærsla þessarar aðgerðar liggi ekki fyrir að svo stöddu, en hún verið mótuð í dag og næstu daga. Þá segir einnig að mikið álag sé á símkerfi fyrirtækisins. Viðskiptavinir sem eiga þess kost séu því beðnir að fylgjast með framvindu málsins á heimasíðu fyrirtækisins, avant.is. Þar verða fréttir birtar jafnóðum og ákvörðun um fyrirkomulagið liggur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×