Fleiri fréttir

Árni Páll: Landsbankinn verður að axla ábyrgð

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hóf í dag umræðu á Alþingi um fjármálalöggjöfina og beindi orðum sínum til Ágústs Ólafs Ágústssonar, formanns viðskiptanefndar.

Orðspor Íslands hefur skaðast mikið

Róbert Marhsall aðstoðarmaður samgönguráðherra á sæti í starfshópi sem vinnur að aðgerðaráætlun sem miðar að því að endurheimta traust á Íslandi. Hópurinn er fjölbreyttur en í honum eru m.a. tveir aðrir aðstoðarmenn ráðherra, fólk sem tengist almannatengslageiranum auk aðila frá Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. Róbert segir ljóst að orðspor Íslands hafi skaðast mikið að undanförnu.

Borgin vill semja við SÁÁ

Velferðarráð Reykjavíkurborgar vill semja við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. Velferðarráð ákvað 27. ágúst að slíta samningaviðræðum við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Norðlingaholti. í framhaldinu voru teknar upp að nýju viðræður við SÁÁ, Ekron og Samhjálp um rekstur áfangaheimilisins.

Stöðvuðu hópslagsmál manna á aðkomubát

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í liðinni viku. Þannig var hún kölluð að veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt fimmtudagsins vegna hópslagsmála milli manna á aðkomubáti eins og það er orðað.

Greiðslukortin á Fjóni voru ekki íslensk

Valitor, greiðslukortum Visa, segja að greiðslukort Íslendinga á Fjóni sem var lokað hafi ekki verið íslensk. Í frétt blaðsins Fyens Stiftstidende kemur fram að um eitt þúsund íslenskir námsmenn og ellilífeyrisþegar búsettir á Fjóni í Danmörku hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Þeim hafi verið lokað.

Verkalýðsforysta reynir að lágmarka skaðann

Þúsundir Íslendinga hafa misst vinnuna það sem af er árinu en óttast er að það sé einungis lognið á undan storminum. Verkalýðsforystan berst í bökkum við að lágmarka skaðann og þrýstir á stjórnvöld að halda atvinnulífinu gangandi.

Meðallaun hækkuðu um 42% frá 2002-2007

Laun hafa hækkað um 42% að meðaltali á almennum vinnumarkaði frá 2002-2007, að því er fram kemur í Launakönnun ParX viðskiptaráðgjafar IBM, dótturfélags Nýherja. Hækkun launa var mismunandi á milli atvinnugreina, en hún var hæst hjá fjármála- og tryggingafyrirtækjum, eða 57%. Laun í framleiðslu og iðnaði hafa hækkað um 39% og 25% í verslun og þjónustu á sama tímabili.

Vonast eftir vaxtalækkun á næstunni

Ríkisstjórnin vonast eftir að vaxtalækkun á næstunni og viðskiptaráðherra telur að hún geti orðið myndarleg. Forsætisráðherra segir að útlfytjendur hafi ekki flutt gjaldeyri heim og skorar á þá að gera það.

Forsetinn frestar opinberri heimsókn til Þýskalands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að fresta opinberri heimsókn sinni til Þýskalands, en hún var fyrirhuguð síðar í þessum mánuði.

Neyslan minnkar en verðið hækkar

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 2,6 prósent á föstu verðlagi í september miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýjnum tölum frá Rannsóknarsetir verslunnarinnar.

Vel tekið á móti íslensku sendinefndinni í Moskvu

Íslenska sendinefndin í Moskvu hefur fengið „frábærar móttökur“ í rússneska fjármálaráðuneytinu í morgun, að því er fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmanni samninganefndarinnar Sturlu Pálssyni. Enn hefur ekki verið rætt um upphæð lánsins en í síðustu viku var tilkynnt um að Íslendingum stæði til boða lán upp á fjóra millarða evra frá Rússum. Gert er ráð fyrir að viðræður standi yfir fram á fimmtudag.

Strandgæslusamstarf við Norðmenn

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Thrond Grytting, aðmíráll og yfirmaður heraflans í Norður Noregi, undirrituðu í síðustu viku samkomulag um samstarf á sviði strandgæslu, öryggismála, leitar og björgunar.

Allt mælir með lagabreytingum til að auðvelda útflutning bíla

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að allt mæli með því að lögum verði breytt á þann veg að auðveldara verði að flytja notaða bíla úr landi. Með því megi meðal annars afla aukins gjaldeyris og flýta fyrir komu umhverfisvænni bifreiða í umferðina.

Krefja stjórnvöld um réttlát námslán

Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórn og yfirmenn banka landsins geri námsmönnum og öðrum sem staddir eru erlendis kleift að kaupa gjaldeyri og að námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna verði greidd út mánaðarlega.

Varað við hálku og hálkublettum víða um land

Varað er við hálku og hálkublettum víða á landinu. Á Suðurlandi eru hálkublettir frá Selfossi og austur að Hvolsvelli og á Norðurlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði og hálka er um Lágheiði.

ASÍ og SA sammála um að ESB-aðild þurfi til

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og að evra verði tekin upp. Forseti ASÍ lítur svo á að í raun sé búið að taka ákvörðun um það fyrir löngu.

Gestur Jónsson í þjónustu Breta

Bresk yfirvöld hafa leitað til Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns um lögfræðiþjónustu vegna þeirrar deilu sem komin er upp á milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögmannsstofa í Bretlandi milligöngu um að leita til aðstoðar Gests. Aðstoð Gests mun einkum snúa að túlkun á íslenskum lögum eftir því sem Vísir kemst næst.

Á von á tíðindum í þessari viku

„Ef við leitum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ég ekki von á öðru en að okkur verði tekið ágætlega," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Árni er staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem haldinn er í Washington. Hann tekur þó fram að enn sé ekki búið að taka ákvörðun um að leita eftir aðstoð.

Dyravörður dæmdur fyrir kjaftshögg

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í starfi sem dyravörður á veitingastað á Reyðarfirði slegið annan mann hnefahögg í andlitið þannig að hliðarframtönn brotnaði.

Námsmenn erlendis enn í vandræðum með millifærslur

Þrátt fyrir fyrirheit forsætisráðherra um að gjaldeyrisviðskipti séu að komast í eðlilegt horf geta námsmenn í útlöndum enn ekki fengið millifærslur frá íslenskum bönkum og kaupmenn ekki leyst út vörur frá birgjum.

Atvinnuleysi eykst í október

Rúmlega þrjúþúsnd einstaklingar eru atvinnulausir á Íslandi í dag. Þetta eru tæplega þúsund fleiri en voru atvinnulausir að meðaltali í síðasta mánuði en þá var atvinnuleysi á Íslandi 1,3%. Á höfuðborgarsvæðinu eru 1.935 einstaklingar skráðir atvinnulausir. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunnar.

Mosfellsbær opnar ráðgjafartorg

Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur Mosfellbær í samráði við ýmsa aðila í bæjarfélaginu opnað ráðgjafartorg. ,,Markmiðið með ráðgjafartorginu er að samræma þjónustu og auðvelda aðgang að þjónustu og ráðgjöf á vegum aðila í Mosfellsbæ," segir í tilkynningu.

Sektaður fyrir vörslu fíkniefna

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sektað karlmanna um rúmar 80 þúsund krónur fyrir að hafa í tvígang í desember í fyrra verið gripinn með hass í miðborginni.

Vg vill tafarlausa rannsókn á viðskiptum bankastjórnenda

Þingflokkur Vinstri - grænna hefur sent skilanefndum bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, bréf þar sem þess er krafist að þær beiti sér fyrir því að tafarlaust fari fram fari ítarleg rannsókn á öllum viðskiptum stærstu eigenda nefndra banka, bankaráðsmanna, bankastjóra og æðstu stjórnenda síðastliðna 12 mánuði, þar með töldum viðskiptum með hlutabréf.

,,Það er allt í góðu lagi á Bakka"

Umhverfismat fyrir Bakkaálver er í eðlilegu ferli, að sögn umhverfisráðherra. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þórunni á Alþingi fyrr í dag hvort það komi til greina að hennar hálfu að draga til baka ákvörðun um heilstætt umhverfismat vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka.

Vill greiða fyrir útflutningi bíla

Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að greitt verði fyrir því að hægt verði að flytja úr landi bíla sem í ljós hefur komið að ekki er þörf fyrir í landinu. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn varaþingmannsins Sigríðar Andersen úr Sjálfstæðisflokknum.

Geir ósammála Ingibjörgu um ESB og fortíðina

Geir H. Haarde forsætisráðherrra er ósammála Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra um að það jafngildi því að fara aftur til fortíðar að vilja ekki ganga í ESB. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

Ríkisendurskoðun fylgist með ráðstöfun bankafjár

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent forseta Alþingis og forsætisnefnd þingsins bréf þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun verði tafarlaust falið að kanna með hvaða hætti stofnunin skuli nú koma sem endurskoðunar- og eftirlitsaðili að ráðstöfun þeirra miklu fjármuna sem nú séu komnir í ríkisins hendur með yfirtöku bankanna.

Bretar lána Landsbankanum hundrað milljónir punda

Bresk stjórnvöld ætla að lána Landsbankanum hundrað milljónir punda, jafnvirði um 20 milljarða króna, til þess að sjá til þess að breskir viðskiptavinir bankans fái þá fjármuni sem þeir lögðu í bankanna aftur.

Segir gróðahyggju vera sökudólginn

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að samfélagið hafi orðið fyrir áfalli og standi á krossgötum. Sökudólgurinn er að hans mati ekki einhver einn eða nokkrir einstaklingar heldur hugmyndafræði og pólitísk stefna.

Sjá næstu 50 fréttir