Innlent

Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu?

Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vg.
Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vg.

Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm.

Katrín sagði að í fréttum hefði komið fram að það hefðu verið fulltrúar ríkisstjórnarinnar sem vildu skýrsluna ekki birta og vildi fá svör við því hverjir þessir fulltrúar væru. Einnig vildi hún vita hversvegna ekki var brugðist við viðvörunum skýrsluhöfunda.

Katrín vildi einnig fá að vita hvort leitað hefði verið til nágrannaríkja okkar í Evrópu um lán umfram þær lánalínur sem samið var um í sumar og hafa nú verið virkjaðar.

„Hefur verið leitað til annarra vinaþjóða í Evrópu eða þurfum við fé frá öllum þessum aðilum?,"

Hún sagði spurningarnar hrannast upp og nefndi einnig hvort komið yrði á móts við það fólk sem lagt hefði allan sinn sparnað í „þessa blessuðu sjóði" hjá bönkunum. „Þessu fólki var sagt að þetta væri fullkomlega áhættulaust, verður komið á móts við þetta fólki?"

Katrín sagði kapítalismann ekki dauðann því kreppan væri einungis frávik frá gangverki hans því ekki væri hægt að búa við hreinan kapítalisma.

„Við verðum að læra og láta hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar gossa og beita félagshyggjunni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×