Innlent

Björgvin boðar hispurslaust uppgjör

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram.

„Þrátt fyrir þessi gífurlegu áföll gekk lífið sinn vanagang sem betur fer," sagði Björgvin og bætti við að allir viti hvað hefði getað gerst. „Auðvitað voru menn hræddir, en við héldum ró okkar og það ber að þakka."

Björgvin sagði einnig að stærsta verkefni stjórnvalda á næstunni verði að milda þau áhrif sem bankahrunið hefur á almenning og fyrirtæki í landinu. Hann bætti því við að þrátt fyrir stærð vandamálsins hafi ríkisstjórnin unnið vel saman.

„Það er brýnt að ríkisvaldið tryggi það til frambúðar að fjármálalegum stöðugleika verði aldrei teflt í tvísýnu," sagði ráðherran að lokum og bætti við að þar skipti framtíðarreglur um eignarhald banka máli.

Að lokum sagði Björgvin mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram við fortíðina þar sem engu verði skotið undan. „Það er grundvöllurinn að nýju Íslandi. Það er trú mín að þrátt fyrir allt muni Íslendingar rísa upp á ný, miklu fyrr en margir halda núna."


Tengdar fréttir

Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB

,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu.

Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta.

Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum

Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins.

Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu?

Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm.

Þorgerður vill læra af reynslu Finna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, vill að Íslendingar læri af reynslu Finna og fjárfesti í menntun til framtíðar. Þetta sagði hún við umræður um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag. Þorgerður benti á að Finnar hefðu líkt og Íslendingar lent í bankakreppu undir lok síðustu aldar og þá veðjað á menntunþ. Það hefðii borgað sig því vöxtur finnska hagkerfisins hefði verið mikill á síðustu árum þar sem hátækni hefði skipað æ meiri sess.

Ríkissaksóknari rannsakar starfsemi bankanna

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið ríkissaksóknara að hafa forystu um að gera skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á Alþingi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×